Helgafell - 01.12.1942, Page 55

Helgafell - 01.12.1942, Page 55
HRINGSÓL UM KREML 333 einn — hann hefði karlfuglinn með sér; að hann í öðru lagi væri íslend- ingur; að hann hefði í hyggju að yrkja flokk um Rússaveldi — „þegar kynni ekki mál og væri heimskur eins og ljóðskáldi sæmdi, hefði hann að minnsta kosti vit til að flýja þann leiða dauðdaga, að kafna í tóbaksreyk. Að svo mæltu stakk hann flösku af vódka í vasa karls, annarri í eigin vasa, lagði handlegg yfir herðar ek- ilsins og dró hann með sér út í tungls- Ijósið. Hann langaði til að kynnast Kreml ögn nánar. Hversu oft Símon Pétursson sveifl- aðist í kringum Kreml þessa mána- fögru og sumarfögru júlínótt, veit varla nokkur maður, að honum og ekilnum engan veginn undanskild- um. Hafa hnettirnir tölu á sveiflum sínum. Þræla þeir sér út í tímavinnu eða fyrir kaup af nokkru tagi ? Ei heldur Símon Pétur I Gera þeir ann- að en sveiflast og kólna ? Kólna smátt og smátt.... Þegar leið að myrginstund (en þá höfðu Símon og ekillinn margsinnis tekið hvor annan í fóstur) — þegar leið að morgunstund, og stjörnurnar fór að syfja og tunglið dofnaði, ók vagn- karlinn gesti sínum burt frá Kreml og út í borgina. Eitthvað út í buskann! Skollinn mátti vita hvert! — Hvert ætlar hann með þig, Símon Pétur ? spurði Símon sjálfan sig kurteislega; Jæja — sama er mér.... Nú hef ég kynnt mér Kreml. Með því að endurtaka nafn gisti- hússins — Grand Hotel — og benda á úrskífuna, hafði Símon fyrir langa- löngu komið karli í skilning um, að hann óskaði að vera heima klukkan níu. Það var langt þangað til. Karl- inn gat ekið honum, hvert sem honum sýndist. Símon var hvorki órólegur. óþolinmóður eða forvitinn að ráði. Hann kinkaði kolli; Farðu með mig, hvert sem þú vilt. Þeir komu að hliði og óku inn um það. Þar tóku við smágötur og húsa- sund. Þeir skröltu meðfram lágum, sofandi húsum. Stundarkorni síðar sátu þeir með samóvar á milli sín og borðuðu og drukku. Það suðaði í samóvarnum, og teið var rússneskt og með afbrigðum gott. Gömul kona, sem kunni orð og orð á stangli í þýzku, gekk þeim til handa og virtist vera kona karls. Að minnsta kosti var ekki nema eitt rúm í herberg- inu, og allt, sem þau áttu, var í þessu herbergi, jafnvel aktygin. Henni lík- aði prýðilega að heyra um næturskrölt Símonar og húsbóndans og fór að segja Símoni af létta, allt hennar tal snerist um Kreml — Kreml.... Það hefði sjálfsagt verið fróðlegt, ef Símon hefði skilið það, því þetta var glögg kerling á sína vísu. Símon skildi ekki orð, en hlustaði af mikilli kurteisi og hneigði höfuðið til samþykkis, þegar hann hélt það viðeigandi, enda hlaut hann sín laun um síðir, því í fyllingu tímanna datt kerlingunni í hug hún Teresa — æ, hún Teresa!.... Því datt henni ekki hún í hug undir eins ? Andartak! Teresa, — það hlýtur að vera ung kona, er heitir því nafni, hugsaði Sí- mon með sjálfum sér. Og þó að hann
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.