Helgafell - 01.12.1942, Qupperneq 60

Helgafell - 01.12.1942, Qupperneq 60
338 HELGAFELL og að þeir voru gæddir því innsæi, að þeir gátu gripið svip og sál staðar- ins, sem þeir voru að gefa nafn, og þeirri orðlist, að þeir gátu lýst þessu í einu stuttu nafni. Þeir voru listamenn, ,,impressionistar“, í þess orðs fyllsta mæli, og þó miklu slyngari en margir, er síðar hafa gefið sjálfum sér það nafn. En ég ætla mér ekki þá dul, að rita um listgildi íslenzkra örnefna. Sá, sem vill færast það í fang, verður sjálfur að vera hvort tveggja í senn, listamaður og fagurfræðingur, en ég er hvorugt. En segja má, að Saga og Ævintýr hafi einnig skreytt lönd bændanna hér á landi með öðrum hætti. í frumbyggðinni á sléttunni mátti enginn vera að því að tefja sig við minningar. Hér á íslandi hafa menn gefið sér tíma til þess, fyrr og síðar, sem betur fer, og ég vona, að þeir geri það einnig eftirleiðis, þrátt fyrir annríki og asa vélaaldarinnar. Á bæjum landsins, inn til dala og út til nesja, í kotinu og á höfuðbólinu, hafa á öllum öldum verið karlar og konur, sem hafa gert það sér til sálubóta, að dvelja við minn- ingar hins liðna. Þau sóttu þær víða að, og eitt af því, sem vakti þær í hug- um þeirra, voru örnefnin, sem Saga og Ævintýr hafa skreytt með svo að segja hverja landareign, smáa og stóra. Minningarnar, sem við örnefnin eru tengdar, eru með margvíslegum hætti, sumar fornar og aðrar nýjar, sumar bjartar og aðrar dapurlegar. Sum- ar þeirra eru ofboð hversdagslegar. Þær lúta að einhverjum þætti í hinum daglegu störfum fólksins á bænum, eins og þau eru nú, eða eins og þau voru áður. Þarna er t. d. Seljadalur. Nafnið minnir á, að þar var haft í seli fyrir langa löngu, fyrir minni allra, sem nú lifa, meðan selfarir tíðk- uðust, og hugurinn hverfur aftur til þeirra tíma, og myndum úr lífinu í sel- inu bregður upp fyrir sjónum hans, af selstúlkunni, er sat þar sumarlangt í einveru og kyrrð og gat þó mætt ótrúlegum og örlagaríkum ævintýrum í nábýli sínu við huldufólk og aðrar dularvættir. Þarna er Stekkjarholtið. Unga fólkið á bænum man ekki stekkinn, sem þar var, en máske er enn einhver fullorðinn á heimilinu, er minnist þess, er hann eða hún hlupu létt- klædd og heit á björtum vorkveldum við að reka féð í stekkinn, og heyra enn óminn af saknaðarjarmi lambanna og mæðra þeirra, er búið var að stía þeim í sundúr. Aðrar eru minningarnar allt annað en hversdagslegar, og þær seilast lengra aftur í tímann, jafnvel alla leið þangað, sem þær geta [engst náð, aftur til þess, er menn tóku sér fyrst bólfestu á bænum. Þarna er Þorbrandshaugur og þarna Valþjófshaugur. Þar hvíla landnámsmenn, víkingar, sem létu heygja sig í skipum sínum með alvæpni og gnótt alls konar gersema. Einstöku menn hafa séð haugaeldinn blossa þar í nátt- myrkrinu, en auðæfin liggja þar enn ósnert. Allir, sem reynt hafa að ná þeim, hafa orðið fyrir einhverjum ósköpum og orðið því fegnastir, að hverfa frá með erindisleysu. Minningarnar hafa tendrað bál sín hér á landi, bál, sem lýst hafa út í
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168
Qupperneq 169
Qupperneq 170
Qupperneq 171
Qupperneq 172

x

Helgafell

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.