Helgafell - 01.12.1942, Qupperneq 60
338
HELGAFELL
og að þeir voru gæddir því innsæi, að þeir gátu gripið svip og sál staðar-
ins, sem þeir voru að gefa nafn, og þeirri orðlist, að þeir gátu lýst þessu
í einu stuttu nafni. Þeir voru listamenn, ,,impressionistar“, í þess orðs fyllsta
mæli, og þó miklu slyngari en margir, er síðar hafa gefið sjálfum sér það
nafn. En ég ætla mér ekki þá dul, að rita um listgildi íslenzkra örnefna.
Sá, sem vill færast það í fang, verður sjálfur að vera hvort tveggja í senn,
listamaður og fagurfræðingur, en ég er hvorugt.
En segja má, að Saga og Ævintýr hafi einnig skreytt lönd bændanna
hér á landi með öðrum hætti. í frumbyggðinni á sléttunni mátti enginn vera
að því að tefja sig við minningar. Hér á íslandi hafa menn gefið sér tíma
til þess, fyrr og síðar, sem betur fer, og ég vona, að þeir geri það einnig
eftirleiðis, þrátt fyrir annríki og asa vélaaldarinnar. Á bæjum landsins, inn
til dala og út til nesja, í kotinu og á höfuðbólinu, hafa á öllum öldum verið
karlar og konur, sem hafa gert það sér til sálubóta, að dvelja við minn-
ingar hins liðna. Þau sóttu þær víða að, og eitt af því, sem vakti þær í hug-
um þeirra, voru örnefnin, sem Saga og Ævintýr hafa skreytt með svo að
segja hverja landareign, smáa og stóra.
Minningarnar, sem við örnefnin eru tengdar, eru með margvíslegum
hætti, sumar fornar og aðrar nýjar, sumar bjartar og aðrar dapurlegar. Sum-
ar þeirra eru ofboð hversdagslegar. Þær lúta að einhverjum þætti í hinum
daglegu störfum fólksins á bænum, eins og þau eru nú, eða eins og þau
voru áður. Þarna er t. d. Seljadalur. Nafnið minnir á, að þar var haft í
seli fyrir langa löngu, fyrir minni allra, sem nú lifa, meðan selfarir tíðk-
uðust, og hugurinn hverfur aftur til þeirra tíma, og myndum úr lífinu í sel-
inu bregður upp fyrir sjónum hans, af selstúlkunni, er sat þar sumarlangt í
einveru og kyrrð og gat þó mætt ótrúlegum og örlagaríkum ævintýrum í
nábýli sínu við huldufólk og aðrar dularvættir. Þarna er Stekkjarholtið.
Unga fólkið á bænum man ekki stekkinn, sem þar var, en máske er enn
einhver fullorðinn á heimilinu, er minnist þess, er hann eða hún hlupu létt-
klædd og heit á björtum vorkveldum við að reka féð í stekkinn, og heyra
enn óminn af saknaðarjarmi lambanna og mæðra þeirra, er búið var að
stía þeim í sundúr. Aðrar eru minningarnar allt annað en hversdagslegar,
og þær seilast lengra aftur í tímann, jafnvel alla leið þangað, sem þær geta
[engst náð, aftur til þess, er menn tóku sér fyrst bólfestu á bænum. Þarna
er Þorbrandshaugur og þarna Valþjófshaugur. Þar hvíla landnámsmenn,
víkingar, sem létu heygja sig í skipum sínum með alvæpni og gnótt alls
konar gersema. Einstöku menn hafa séð haugaeldinn blossa þar í nátt-
myrkrinu, en auðæfin liggja þar enn ósnert. Allir, sem reynt hafa að ná
þeim, hafa orðið fyrir einhverjum ósköpum og orðið því fegnastir, að
hverfa frá með erindisleysu.
Minningarnar hafa tendrað bál sín hér á landi, bál, sem lýst hafa út í