Helgafell - 01.12.1942, Side 62

Helgafell - 01.12.1942, Side 62
340 HELGAFELL III. Einn slíkur fræðaþulur var uppi á Snæfellsnesi fyrir sex hundruð árum. Vér kunnum nú eigi að nefna hann með nafni, en hann hefur augljóslega haft mikinn áhuga og ást á sagnafróðleik átthaga sinna, örnefnum, örnefna- sögnum og öðrum þjóðsögum. Þessi. maður settist við og færði í letur sögu landvættar héraðsins, Bárðar Snæfellsáss. Síðar hélt annar maður sögunni áfram og jók við hana frásögnum af Gesti Bárðarsyni, og þannig hefur hún geymzt til vorra daga. Hin eiginlega Bárðarsaga er 10 fyrstu kapítular sög- unnar, eins og hún er nú, og mun hún enn vera óbreytt frá því, sem höfund- urinn gekk frá henni, að öllu verulegu. Bárðarsaga er ofin úr þjóðsögum, sem gengið hafa í munnmælum á utanverðu Snæfellsnesi á dögum höfundarins. Ber þar ekki hvað sízt á ör- nefnasögum. í sögunni er fjöldi örnefna, tiltölulega miklu fleiri en í nokk- urri annarri sögu. Mörg þeirra nefnir höfundurinn sýnilega eingöngu til þess að geta komið að sögnum um uppruna þeirra. Flest eru örnefnin úr yztu byggðunum, milli Búðahrauns og Ólafsvíkurennis, og mun höfundurinn hafa verið upprunninn á þeim slóðum. Hann hefur í öllu falli verið gagnkunn- ugur þar. Flest eru örnefni þessi kunn enn í dag. Guðbrandur Vigfússon kom fram með þá undarlegu skoðun, að söguhöfundurinn myndi hafa búið þessi örnefni til, og héraðsbúar síðan tekið þau upp eftir sögunni. Er þetta næsta ólíkleg tilgáta, og hitt miklu sennilegra, að nöfnin séu eldri en sagan, en sagan hefur að líkindum síðar átt sinn þátt í því, að þau varðveittust svo vel sem raun er á. Finnur Jónsson segir um Bárðarsögu, að ..Indholdet af den er meget ubetyd*eligt“.1 Það mál er eins og það er virt. Sagan hefur. aldrei verið talin til stórvirkjanna eða snilldarverkanna í íslenzkum bókmenntum, enda á hún það ekki skilið, en þó er hún í ýmsum efnum merkilegt rit. Hún mun að vísu lítið sem ekkert sannsögulegt gildi hafa, og höfundur hennar hefði getað tekið sér í munn orð Geirmundar, föður Þórðar í Hattardal, að hann hirti ekkert um neina chronologiu, svo mjög skjátlast honum um tímatal. Hann lætur t. d. Helgu Bárðardóttur fæðast, meðan Haraldur hárfagri er í æsku, flytjast á barnsaldri til íslands með föður sínum snemma landnáms- tíðar, hrekjast, fáum árum síðar, til Grænlands og hafa þar þá veturvist með Eiríki rauða. Þó hefur höfundurinn verið nokkuð bókfróður. Hann hefur t. d. haft Landnámu með höndum og notað hana og farizt það lag- lega. Hann hefur ekki reynt að skyggnast neitt inn í sálarlíf persónanna í sögunni, þar er aðeins að finna nokkur dírög til einnar slíkrar mannlýsingar, og þau drög hefur hann sennilega fengið annars staðar að. En sagan er létt rituð og lipurt, þótt hvergi séu nein tilþrif í stíl höfundarins, og mál hans ') Den oldn. og oldisl. Litt. Hist. III. bls.81.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172

x

Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.