Helgafell - 01.12.1942, Page 65

Helgafell - 01.12.1942, Page 65
UNDIR JÖKLI 343 Annars er nafnið Aðalþegnshólar eftirtektarvert. Orðið „aðalþegn" kem- ur ekki, svo að kunnugt sé, annars staðar fyrir í íslenzku máli. Mun varla efi á því, að það sé mannsnafn í þessu sambandi, Hólarnir hafa verið kennd- ir við mann, sem hét Aðalþegn, en ekki höfum vér spurnir af neinum öðr- um manni hér á landi, er það nafn hefur borið, og eigi er þetta norrænt nafn frekar en önnur mannanöfn með forliðnum Aðal-. Þau nöfn voru hins vegar tíðkuð hjá vestgermönskum þjóðum, og m. a. nafnið Aðalþegn (Ad- aldegen). Nokkur önnur nöfn af sömu gerð hittast hér á landi að fornu. Aðalbrandur (Adalbrand, Æthelbrand), Aðalríkur ( Adhelric), Aðalgrímur (Adalgrim), sem að vísu þekkist aðeins sem gervinafn í Völsaþætti, sbr. og nafnið Aðalmannsvötn á Stórasandsvegi (Adalman).1 Ekkert af nöfnum þessum tíðkaðist á Norðurlöndum. Nafnið Aðalþegnshólar er því eitt þeirra gagna, er benda til skyldleika og kynna landnámsmanna við Engilsaxa, og hefur því atriði lítill gaumur verið gefinn fram til þessa. Söguhöfundurinn leggur Helgu Bárðardóttur vísu þessa í munn, en það fær varla staðizt, eftir því sem honum að öðru leyti segist frá. Höfundur vísunnar þráir mölina fyrir dyrum fóstra síns eða fóstru. Sé leshátturinn ,,Dritvíkurmöl“ réttur, hefur hún verið á fóstri í Dritvík, og vel mætti mölin þar verða minnisstæð þeim, er átt hefði þar æskustöðvar sínar. En sagan getur þess ekki, að Helga hafi verið neins staðar á fóstri. Hún segir þvert á móti, að hún hafi vaxið upp á Laugarbrekku hjá föður sínum, en Laugar- brekka er æðilangan spöl frá sjó, og þar er engin möl ,,fyrir dyrum“. Er því eins líklegt, að vísan eigi sér allt aðra sögu, sögu, sem vér aldrei fáum grafið upp úr gleymskunni, en að höfundur Bárðarsögu hafi kunnað vísuna og komið henni fyrir í sögu sinni með því að eigna Helgu hana, en annars máske tekið hana með, einkum vegna þess dálætis, er hann hefur haft á ör- nefnum. Vísa þessi lætur ekki mikið yfir sér. Hún virðist vera lítið annað en upp- talning á örnefnum. En í öllum einfaldleik sínum er hún samt perla. Hún angar af heimþrá og hjartahlýju, af ást til átthaganna og bernskuheimilis og snertir strengi í brjósti hvers manns, sem hefur verið slitinn upp frá æsku- stöðvum sínum og dreymir síðan um þær og þráir þær. Stúlkan, sem vísuna kvað, — því að vísan er ort af konu, hvort sem hún hefur heitið Helga Bárðardóttir eða öðru nafni, — hefur ef til vill alizt upp í Dritvík, og er það enda líklegast, því að jafnvel leshátturinn ..Dritvík ok möl“ bendir nánast til þess. Bernskuheimili hennar hefur þá verið búðsetumanns- heimili. í Dritvík hafa aldrei aðrir búið en búðsetumenn, sem ekki hafa haft annað sér til lífsbjargar en stopulan sjávaraflann. Þeir hafa allar aldir verið 1) Um nöfn þessi sjá: Förstemann: Altdeutsches Namenbuch I, 164, 169, 175, 177 og 179. Því miður er engin fullnaegjandi bók um engilsaxnesk mannanöfn hér í bókasöfnum.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.