Helgafell - 01.12.1942, Side 67

Helgafell - 01.12.1942, Side 67
UNDIR JÖKLI 345 vera aí hinum miklu íiskislóðum undir Jökli. Vísan er ort sem hver önnur miðavísa, til þess að lýsa miði þessu, en sögnin um uppruna hennar og til- efni er vitanlega einber þjóðsaga. Grímsmið heitir enn fiskimið frá Rifi. Segir Á rni Thorlacius, að það sé miðað svo, að Rifshöfuð eigi að bera rétt í Hrakhvamm eða Hregghvamm út yfir, en inn yfir eigi að sjá lítinn jaðar af Kirkjufelli við Grundarfjörð fram undan svokallaðri Efri-Kúlu á Búlandshöfða. Vísan er tilfærð hér eins og Finnur Jónsson prentaði hana í útgáfu sinni af skáldakvæðunum en ástæða er til að gera ýmsar athugasemdir við texta hennar í þeirri útgáfu. Handritunum ber í milli um nokkur atriði, og um eitt atriði hefur útgefandinn jafnvel vikið frá þeim. ,,Róa skaltu fjallfirðina“ hefur Finnur þýtt svo: ,,Du skal ro fjældfjærnt’h p. e. þú skalt róa langt frá fjallinu, og í útgáfu sinni af orðabók Sveinbjarn- ar Egilssonar, við orðið ,,fjallfirðr“, kvað hann nánar á um þetta á þessa leið: ,,ro til det sted, hvor fjældet (Snæfell ?) ikke mere ses”. Þesi skýring nær augljóslega engri átt. Að fiskimið í róðrum Jöklara á árabátum hafi verið svo cfjúpt, að vatnað hafi yfir hæstu þúfumar á Snæfellsjökli, er fjarri öllum sanni, og lítil leiðarvísan myndi vera í miðinu Nesit í Hrakhvammi, er svo djúpt væri komið. Lýsingarorðið ,,fjallfirður“ þekkist heldur ekki í málinu, og lesháttur þessi á sér eigi stoð í handritum sögunnar. Þau hafa ýmist ,,fjall firðar” eða ,,fjall fjarðar”. „Fjall fjarðar” rímar ekki við ,,lög stirðan”, og verður því að hafna þeim leshætti. Guðbrandur Vigfússon vildi breyta því í ,,fjall friðar”, en rímið leyfir ekki þá breytingu. "Fjall fríðar” gæti frekar staðizt, ef öðru vísuorði væri um leið breytt í ,,lög stríðan”, sem einnig gæti staðizt, en handritin gefa enga átyllu til þeirrar breytingar. Þá er hinn lesháttur handritanna, ,,fjall firðar”. Sé hann réttur, ætti fjallið að hafa heitið Firðarfjall. Orðið ,,firð“ = fjarlægð kemur ekki fyrir í fornu máli og mun vera nýyrði, og staðarnafnið Firðarfjall, þ. e. fjallið í fjarska, myndi vera óvenjulegt nafn og ósennilegt. Hins vegar má vel vera, að r-inu í endingunni sé ofaukið og hið rétta sé „fjallfirða”. Verður þá að vísu lítils háttar rímgalli á vísunni (firða — stirðan), en ekki myndi höfundur- inn hafa sett hann fyrir sig. Hann hefur leyft sér svipaðan rímgalla í 5. og 6. vísuorði (liggja — Friggjar). Skulum vér hafa það fyrir satt að svo vöxnu máli, að hér eigi að standa ,,fjall firða”, og mun bráðlega sýnt, að það nafn fær vel staðizt og er enda sennilegt. En það er fleira athugavert við þessa skýringu Finns Jónssonar. í vísunni er verið að segja frá fiskimiði. Til þess að ákveða mið. þarf tvær línur, sem skerast. í vísunni hljóta báðar línurnar, sem marka Grímsmið, að vera nefnd- ar. Önnur er ,,Nesit í Hrakhvammi”. Eftir skýringu Finns vantar hina línuna. Það má róa , .fjallfirðan" í ýmsar áttir og bæði lengra og skemmra. Þessu hefur Ernst A. Kock tekið eftir, og hann bendir réttilega á það, að
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172

x

Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.