Helgafell - 01.12.1942, Blaðsíða 68
346
HELGAFELL
Kin línan er ,,fjall firða fram“.' Virðist þetta augljóst mál, sbr. annars vegar
,,Róa skaltu fjall firða fram“ hins vegar: ,,rói norpr.... Nesit í Hrak-
hvammi". Er það og sjómannamál enn í cfag, að fjall sé ,,frammi“ er örl-
ar á því framundan öðru fjalli, og sagan sjálf segir þetta ljóslega í frásögn-
inni af róðri Ingjalds næsta dag. Hann reri ,,þar til frammi var fjallit ok
svá Nesit“. Grímsmið sögunnar er því: ,,Nesit í Hrakhvammi“ og „Firða-
fjall frammi“, Grímsmið nútímans er: „RifshöfuS í Hrakhvammi'* og
, .Kirkjufell frammi“. RifshöfuS mun efalaust vera það, sem vísan nefnir
,,Nesit“, og miðiS er þá hið sama nú og að fornu, sé Kirkjufell sama og
FirSafjall. NafniS FirSafjall kemur hvergi annars staðar fyrir. ÞaS er myndað
af heitinu ,,FirSir“, en svo voru íbúar FirSafylkis í Noregi nefndir. FjalliS
aetti að vera kennt við menn, sem þaðan hefðu komið, og væri það þá hlið-
stætt nöfnum eins og Háleygjabunga, HöfSadalur, Sygnakleif, Vorsabær.
Nú er Kirkjufell í landnámi Herjólfs hokinrassa, en hann var upprunninn
á Kvernvágaströnd, nú Vaagestranden, í FirSafylki í Noregi. ÞaS voru því
Firðir, sem námu land umhverfis fjallið, og það er engan veginn ólíklegt, að
þetta tígulega fjall í landnámi þeirra hafi verið við þá kennt. NafniS Kirkju-
fell bendir til kristninnar og er varla komið upp fyrr en eftir, að landið varS
kristið. FelliS hefur ekki verið nafnlaust fram til þess. HiS forna nafn þess
er nú gleymt, nema ef það skyldi hafa geymzt í miðavísu þessari. NafniS
Kirkjufell er þó æSi fornt, a. m. k. sem nafn á bænum. Landnáma nefnir
An í Kirkjufelli, og var hann 6. maður frá Auðuni stota landsnámsmanni.
ASra skýringu má líka orða, þótt hennar sé varla þörf. Hugsanlegt væri,
að hér væri kveðið dult og fjallið ekki nefnt sínu rétta nafni. En fyrir innan
BúlandshöfSa ganga firðir inn í landið, GrundarfjörSur og KolgrafafjörSur
og inn úr honum aftur HraunsfjörSur. f Eyrbyggju er nokkrum sinnum
komizt svo að orSi um menn, er áttu leið um þessar slóðir, að þeir hafi
farið ,,inn“ eða ,,út um fjörðu“. Mætti vera, að bygg&ir þessar hefðu veriS
nefndar ,,FirSir“ einu nafni og miðinu væri lýst svo í vísunni sem þar
væri sagt: ,,þú skalt róa fram fjallið þeirra fjarðamannanna, fjallið þeirra
þarna inni í fjörSunum". Þetta er þó ekki sennilegt. í miðavísu má ekki
kveða dult. MiSiS verður að vera skýrt og nákvæmt, svo að það komi að
gagni. Þar verSur að greina ákveðinn stað, ,,Fjall fjarðamannanna er of óná-
kvæmt. ÞaS gæti átt við önnur fjöll þar innfrá en Kirkjufell. Hitt miðiS í
vísunni er og fullskýrt og engin ástæða til að efast um, að þau hafi verið
það bæði.
Hvað sem um það er, þá er GrímsmiS væntanlega hið sama nú og það
var í fornöld. Sandarar geta enn sótt á sama miSið og Þór sjálfur er sagður
]) Notationes norroenoe 1596.