Helgafell - 01.12.1942, Page 73
FÁST
351
sem hoppar meira en flýgur, leggjalöng,
en lengst af fyllir gras með nöidursöng.
Og yndi hann bara í grasi gömlu stefi!
í grýtu hverja hann stingur sínu nefi.
DROTTINN
Hefurðu ekki annað fram að færa,
fremur venju, en að lasta og kæra?
Er allt á jörðu öfugsnúið þér?
MEFISTOFELES
Já, innilega bölvað, því er ver!
Ég aumka mennina undir lifsins byrði.
Þeir eru naumast fleiri písla virðL
DROTTINN
Er Fást þér kunnur?
MEFISTOFELES
Doktor?
DROTTINN
Maður minn!
MEFISTOFELES
Víst mjög svo undarlegur skósveinn þinn!
Ei jarðar fæðu og drykk sá dári skeytir,
en dul og vil hann teygja í óraleitir,
og þó til hálfs er honum æðið ijóst.
Hann kysi að höndla himins stjömusveitir
og hvert það yndi, er mennskum lýð þú bjóst,
en ekkert nær né fjær þann fullnað veitir,
er friði hans þreyjulausa brjóst.
DROTTINN
Þótt óljóst kunni hann enn að þjóna mér,
mun æðri birta á veg hans siðar skína.
Á grænum sprota garðsins vörður sér
þess gróðrar vott, sem tré hans á að krýna.
MEFISTOFELES
Svo veðjum tveir! Þeim manni munt þú týna,
ef mér þú leyfir ótvirætt
að leiða hann með lagni um götu mína!