Helgafell - 01.12.1942, Blaðsíða 79
SKOÐANAKÖNNUN
357
hann mundi verða endurkosinn. 1936 munaði 6% á tölum stofnunarinnar og
hinum raunverulegu, en aftur á móti ekki nema 2,5% árið 1940. Þetta stend-
ur í sambandi við, að stofnunin hafði endurbætt vinnuaðferðir sínar á þessu
tímabili.
Forstöðumaðurinn, Gallup, fullyrðir, að spádómar hans um árangur
kosninga hafi til þessa dags alltaf verið réttir, og að tölum hans hafi aldrei
skeikað meir en 5—6% frá hinu raunverulega.
Sú lýsing á starfsaðferðum ,,Institute of Public Opinion“, sem hér fer
á eftir, á í öllum aðalatriðum einnig við þær rannsóknir, er framkvæmdar
hafa verið í Englandi og Svíþjóð.
Gallup byrjaði á því að gera tilraunir. Hann ásetti sér að rannsaka, hve
lítið úrtak (sample) af kjósendum þyrfti að spyrja þannig, að það samt
gæfi rétta hugmynd um skoðanir heildarinnar. Hann ályktaði, að úrtakið
væri nógu fjölmennt, ef niðurstaðan breyttist ekki verulega við tvöföldun
úrtaksins.
Við atkvæðagreiðslu um lög nokkur varð niðurstaðan þessi:
Tala kjósenda í hverju úrtaki
500
1.000
5.000
10.000
20.000
Hundaðstala þeirra, er
greiddu atkvaeði á móti lögunum
54.9%
53.9%
55.4%
55.4%
55.5%
Niðurstaðan er sú, að 5.000 atkvæða úrtak sé nægilegt til þess að gefa
skýra hugmynd um skoðanir heildarinnar.
Nú er kjósendafjöldi Bandaríkjanna yfir 50 milljónir, svo að þessi tala
(5.000) virðist vera ósennilega lág, þegar borið er saman við dæmið um
hvítu og svörtu kúlurnar. En hér verður að hafa hugfast, að mikil samjylgni
á sér stað milli til dæmis aldurs og skoðana, og Gallup spyr alltaf úrtah
kjósenda, sem er nákvæm eftirmynd af heildinni, þannig, að úrtakið skiptist
hlutfallslega eins og heildin eftir vissum einl^ennum, sem eru nátengd skoð-
ununum.
Gallup segir, að nægilegt sé að skipta úrtakinu hlutfallslega rétt eftir
neðangreindum sex einkennum:
1) Rétt hlutfall milli kjósenda í hverju kjördæmi
2) — — — karla og kvenna
3) — — — bænda og bæjarbúa
4) — — — aldursflokka
5) — — — tekna
6) — — — kjósenda stjórnmálaflokka