Helgafell - 01.12.1942, Side 87

Helgafell - 01.12.1942, Side 87
TVEIR MEISTARAR 361 oft til þessarar myndar, en þó liðu allmörg ár, þangað til hann sá stóra sýn- ingu af verkum ýmissa hinna frægustu impressíónista. Sú sýning olli mest- um straumhvörfum í list hans. Hann stóð þar andspaenis stórfelldum ár- angri listastarfsemi Frakka í margar aldir, og honum varS gildi þessa ár- angurs fljótlega ljóst. Aldrei fyrr hafSi honum dottiS í hug, aS hægt væri aS tjá litadýpt náttúrunnar og loftsins, sem umleikur hana, af jafnmiklu andríki og þessir málarar gerSu. Eftir þennan atburS tók íslenzk náttúra á sig annan blæ í augum Ásgríms. Hún opnaSist honum frá nýjum sjónarmiS- um, sízt óíslenzkari. Myndir hans byggSust nú ekki eingöngu á fegurð út- sýnisins lengur, heldur athugunum á Ijósi og lofti, því lífi, sem þessi öfl orsaka. Hann málaði landslagið eins og þaS birtist honum fyrir áhrif veðra- brigða, — stundum jafnvel öllu frekar veðrið sjálft en landslags fyrirmynd- ina. Ymsum stóð stuggur af slíkum aðförum og álitu Ásgrím glataðan málara. En stefna hans var nú ákveðin, og ekkert gat stöðvað hann á þeirri braut, sem hann var fastráðinn að fylgja. Hvað sem öllu nöldri leið, þró- aðist hin nýja viSIeitni Ásgríms. Málverk hans öðluðust smám saman ljóma og þrótt, sem áður var óþekktur í málaralist okkar. Einhverjir hafa haldið þeirri skoðun fram, að hin impressionistiska aðferð Ásgríms ætti fremur heima í suðurlöndum en hér á íslandi. Framtíðin mun skera úr því, hversu mikið þeir hafa til síns máls, sem álíta íslenzkum málurum bezt borgið, ef þeir fyrirlíta reynslu snillinga hinna miklu listaþjóða, en leitast hins vegar við að finna sjálfa sig með krampakenndum tilraunum til að mynda svo- kallaðan "þjóðlegan stíl“. En hitt er staðreynd, sem standa mun óhögguð, að Ásgrími Jónssyni hefur tekizt að draga fram ótal sérkenni og blæbrigði íslenzkrar náttúru, einmitt með því að tileinka sér árangur impressionistanna, skilja hann til fulls og notfæra sér reynslu þeirra í persónulegri baráttu sinni. ÞaS, sem einkennir myndir Ásgríms öðru fremur, er hin óvenjulega næmi fyrir léttustu litbrigðum landslagsins. Enginn íslenzkur málari hefur kom- izt nær jafnvel hinum hverfulustu tilbrigðum veSurblæsins en hann. Kjarval málar hið alvöruþrungna, þunglyndislega andlit þessa landslags, þegar hon- um tekst upp. Jón Stefánsson hin ströngu, meitluSu form og beizku liti. En Ásgrímur túlkar fyrst og fremst bros landsins, sem reyndar er sjald- gæft, en ekki sízt átakanlegt einmitt þess vegna. ÞaS er eins og náttúran rífi sig upp úr öllu þunglyndinu í hinum beztu myndum hans, sem bera í sér gieði íslendingsins yfir óvæntum björtum degi undir heiðum himni. Málverk Ásgríms Jónssonar eru nú orðin dáð af öllum þorra manna. Skilningur hans á náttúru landsins er svo samræmdur viðhorfum fólksins til umhverfis síns, að flestum finnst þeir ætíð hafa litið náttúruna sömu augum og þessi ágæti málari, þótt það sé í rauninni hann, sem hefur kennt þeim að sjá hana með sínum augum. Nú mun jafnvel svo komið, að allmargir líti á verk hans eins og þeir stæðu andspænis landslaginu
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172

x

Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.