Helgafell - 01.12.1942, Qupperneq 99

Helgafell - 01.12.1942, Qupperneq 99
NORRÆN JÓL Á 16. ÖLD 369 valdi sínu yfir mönnunum, undu illa hag sínum og hugðu á hefndir. Það var því eðlilegt, að einmitt hin forna jólahátíÖ væri bezt fallin til hefnda, enda var því almennt trúað, að þá væru allar óvættir lausar og lífsháski væri að vera úti einn á ferð eftir dag- setur. Vér þekkjum ótal sögur um sauÖamenn, sem hurfu á jólum, og svipaðar sögur eru til frá öllum Norð- urlöndum, en þó í mismunandi mynd - um. Hvergi eru sögurnar um forynjur jólanna eins magnaðar og hér á landi og í Svíþjóð. Um jólaleytið voru forynjur hvarvetna á ferli. ,,Jólapúkinn“ tekur til í hesthúsinu, og aðrar dularverur flytja fólk um loft og lög (Olaus Magnus). Smám saman fóru jóladraugarnir að verða meinlausari, unz úr þeim varð ,,jólapúkinn“ (Nissen) á Norður- löndum, sem var í rauninni meinlaust skinn, og hér á landi jólasveinarnir, sem vér reyndar vitum lítið um nú á dögum. Því var almennt trúað, að myrkra- völdin notuðu jólahátíðina til þess að ræna börnum eða hafa skipti á þeim (umskiptingar). ÞaS var því lífsnauð- syn aS krossa vandlega yfir börnin áð- ur en þau sofnuÖu á kveldin. Var þessa gætt allt til þrettánda. VíSa var lagt krossmark úr tré eða silfri yfir hvílu barnanna til þess aS fæla óvin- inn burtu. í baráttu sinni við öfl myrkursins höfðu mennirnir á tvennt að treysta: ljósið og guSsorÖ. Jólakertin hafa í margar aldir verið einkenni hátíðarinnar. Þau voru steypt með ýmiss konar viðhöfn, til dæmis helguð með bænalestri. Mun það vera arfur frá kaþólskunni. Því var trúað, að ljósin væru ágæt vörn, og var mik- ið kapp lagt á að hafa kertin sem bezt og stjakana sem fegursta. Þá var það siður víða á Norðurlönd- um aS halda brennur á hólum og hæð- um á jólunum. StóS myrkravöldunum hinn mesti stuggur af þeim. Hér á landi færðust brennurnar snemma yf- ir á nýjársnótt eins og fleira, sem upp- haflega tilheyrði jólunum. Einvera var öllum háskaleg á jólun- um og því tíÖkaÖist það víÖa, að fólk- ið svaf ekki í rúmum sínum, heldur var breiddur hálmur á gólfið í heiztu stofunni, og þar svaf allt heimilisfólk- ið og húsbóndinn vanalega með ein- hverja guSsorðabók yfir sér. ÞaS var talið skylt, að aliir, sern gátu. skyldu fara til kirkju á jólanótt- ina, en þó mátti ekki skilja húsin mannlaus eftir, því að annars fylltust þau af illum öndum. ÞaS hlaut því jafnan einhver að sitja heima, og vildu fáir verða til þess, því að búast mátti við óþægilegum heimsóknum. Stund- um var kastað hlutkesti um það, hver skyldi gæta heimilisins, meðan fólkið væri í kirkju. Þótti öruggast fyrir hann að brynja sig vel með guðsorði. Þegar fólkið kom frá kirkjunni, tiófst svo jólaveizlan, en lítiÖ var sofið um nótt- ina, því að allir áttu að vera komnir á fætur um sólaruppkomu til þess að fagna sólinni. VíSa tíðkaðist, að hús- bændurnir risu fyrst úr rekkju og færðu hjúunum mat og drykk til hress- ingar. Ljós var látiS brenna alla nótt- ina.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168
Qupperneq 169
Qupperneq 170
Qupperneq 171
Qupperneq 172

x

Helgafell

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.