Helgafell - 01.12.1942, Page 111

Helgafell - 01.12.1942, Page 111
DR. RHINE OG TILRAUNIR HANS 381 alta! hans — tekið af 900 tilraunum — niður í það, sem vera á, þegar hrein tilviljun er að verki. Skömmu eftir þetta fór Linzmayer frá Duke-háskól- anum í sumarleyfi, og þegar hann kom aftur að hausti, virtist hann hafa misst hæfileikann til þess að ná að staðaldri góðum árangri í prófum þessum. Eft- ir þessar tilraunir á Linzmayer þóttist dr. Rhine hafa fært allsterkar sönnur á tvennt varðandi ófreskihæfileika manna: Fyrst það, að hæfileikinn er mjög kominn undir líkamsástandi hlut- aðeiganda, og í öðru lagi, að hann er nátengdur áhuga mannsins á tilraun- unum. Margoft hefur dr. Rhine gert tilraunir á fólki, sem náð hefur góð- um árangri fyrst í stað, en hrakað síð- an, þegar því fóru að leiðast þessar til- breytingarlausu spilasagnir. Arangur Linzmayers var svo óvenju- legur og líkurnar til þess, að tilviljun einni gæti verið til að dreifa, svo ákaf- lega litlar, að dr. Rhine taldi það fyr- ir sitt leyti sannað, að óskilvitleg skynjun væri til. En Linzmayer reynd- ist vera einn af hinum minni spámönn- um í samanburði við hinn næsta, sem dr. Rhine prófaði. Það var guðfræði- stúdent við Duke-háskóla, Pearce að nafni. Hann gaf sig fram eftir einn af fyrirlestrum dr. Rhines, sagði, að móðir sín væri ófresk, og sjálfur kvaðst hann hafa orðið fyrir ýmiss konar ó- venjulegri reynslu, en sagðist vera hræddur við hana. Dr. Rhine taldi hann þegar á það að gefa sig fram til ESP-prófs. Pearce náði þegar 10 rétt- um sögnum af 25, og hélt hann því meðaltali í tvö ár. Og einu sinni — að- eins einu sinni — auðnaðist honum hið ótrúlega. Dag nokkurn kom hann af til- viljun inn í tilraunastofuna, þar sem Rhine var að vinnu sinni, og fór laus- lega í gegn um einn spilastokk. Hon- um mistókst 5 sinnum í röð. Rhine á- lasaði honum fyrir þetta, tók spila- stokk og sagði: ,,Ég skal veðja 100 dollurum um það, að þér getið ekki sagt rétt til um þetta spil“. Pearce sagði rétt til um spilið. — Rhine veðjaði aftur, og Pearce sagði rétt til um hið næsta. Fimm sagnir réttar. Og 10 og 15 og 20. Þegar Rhine hafði snúið við síðasta spilinu og lagði frá sér stokkinn, voru báðir mennirnir náfölir, skjálfandi, yfirkomnir af geðs- hræringu, því að Pearce hafði sagt rétt til um 25 spil af 25 og þar með annað- hvort sannað tilveru óskilvitlegrar skynjunar eða þá ratað á hinn eina rétta af 298 023 223 876 953 125 mögu- leikum, sem til eru samkvæmt hinu stærðfræðilega lögmáli. ,,Þetta geri ég aldrei framar", sagði Pearce við Rhine að tilrauninni lok- inni. Og hann efndi það. Hann sótti ekki heldur þá 2500 dollara, sem hann hafði unnið. í skýrslum tilraunastofunnar má finna tugi dæmi um menn, sem náð hafa sérstaklega mörgum réttum sögn- um í eitt og eitt skipti, og þar má líka finna háar meðaltalstölur, en Rhine telur, að einungis fimmti hver maður hafi þessa óskilvitlegu gáfu, svo að nokkru nemi, þó að hún kunni að vera falin í hverjum manni. Til þess að útiloka alla möguleika á því, að tilraunapersónurnar gætu afl- að sér vísbendinga um spilin, tók dr. Rhine að gera tilraunir þessar á löngu færi. Viðtakandinn, Pearce, var látinn sitja í einni byggingu Duke-háskólans, í hér um bil 90 metra fjarlægð frá send- andanum, og skyldi hann segja til á 60 sekúndna fresti, en á sama fresti sneri sendandinn spilum sínum. Komst hann fast að 10 réttum sögnum af 25 að meðaltali. Á 230 metra færi urðu
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.