Helgafell - 01.12.1942, Síða 118
HOWARD HAGGARD:
Siðmenning og læknisfræði
Framh. af bls. 324.
Hippokrates reyndi að beina hugs-
unarhættinum í læknisfræði burt frá
hugarburði inn á brautir nákvæmrar
athugunar og heilbrigðrar skynsemi. —
Hann sagði: ,,Eitt er það að vita, en
annað að halda einungis, að maður
viti. Vísindi eru þekking, en hitt
er fáfræði, að halda einungis að mað-
ur viti”. Það var þröngur stígur, sem
hann markaði læknisfræðinni, þar eð
hann gerði kröfur til vitsmunalegs heið-
arleika. Aðeins þeir menn, sem bezt
eru gerðir, eru gæddir þeim gáfum, því
sjálfstæði, þeim heiðarleik og því hug-
rekki, sem þarf til að játa yfirsjónir sín-
ar og leita sannleikans hleypidóma-
laust. Hippokrates hélt til haga mis-
tökum sínum, læknum framtíðarinnar
til leiðbeiningar, engu síður en afrek-
um sínum.
Hippokrates lifði á þeim tíma, þeg-
ar grískan anda bar hæst í listum, bók-
menntum, stjórnvísi og vísindum.
Hann var uppi á tíma Periklesar og að-
eins skömmu á undan Plato og Aristo-
teles. Að þessu tímabili liðnu, hrakaði
menningunni, og hrörnunin kom ljós-
ast fram á sviði læknisfræðinnar. Sá
byr, sem Hippokrates gaf læknisfræð-
inni í seglin, bar hana fram öldum
saman, en er menningunni hnignaði,
lægði þennan byr. Heilabrot komu í
stað athugunar og ljósra ályktana og
kæfðu frekari framfarir. Læknarn-
ir skipuðu sér í flokka eða skóla, er
héldu fram ólíkum kenningum um
sjúkdóma og meðferð þeirra. Þessir
skólar, sem ekki sátu á sárs höfði,
sýndu meiri áhuga í að laga kenni-
setningarnar í hendi sér en leita sann-
leikans af fullum heiðarleik.
Þrjú hundruð árumeftirdagaHippo-
kratesar var Korinþuborg eyðilögð,
og grísk læknisfræði fluttist til Róma-
borgar. Þar var það Galenus, sem var
uppi á annarri öld e. K., er endurvakti
að nokkru læknisfræði Hippokratesar,
en þetta var síðasta uppfræðingartíma-
bilið um margar aldir. Galenus hafði
eigi til að bera snilligáfu Hippokrat-
esar, og hvorki skírleika í hugsun né
andlegan heiðarleika á borð við hann.
Hann var athafnasamur læknir og eig-
ingjarn. Hann hélt ekki til haga mis-
tökum sínum í lækningum, en ein-
göngu afrekum sínum, sem oft voru
snjöll og glæsileg. Galenus gerði til-
raunir, er stuðlað hafa að læknisfrægð
hans, en í verkum hans ber mjög á rétt-
trúnaðarkenningum, og kenningum, er
háum. Þú sfóðsf á tindi Helilu hám.
Utlœg fjarri fósturjörðu. Nú sJ^otöld er
og sfyálma.
Á þessum árum gerði allur almenn-
ingur ekki strangar kröfur til sönglist-
arinnar. En þó höfðu þeir, sem í eðli
sínu voru lagvissir, furðugott eyra fyr-
ir því að byrja ekki hærra en svo, að
þeir kæmust þvingunarlaust á hæstu
tóna. Hinn daglegi baðstofusöngur,
sem margir höfðu æft frá barndómi,
stuðlaði mikið að því að gera fólk ó-
feimnara og öruggara í sinni sök.
Kristleifur Þorsteinsson.