Helgafell - 01.12.1942, Síða 120

Helgafell - 01.12.1942, Síða 120
390 HELGAFELL unum um syndina, dauðann, dómsdag og annað líf, skipti litlu máli um heil- brigði líkamans. Því var trúað, að lík- aminn stofnaði frelsun sálarinnar í Oft var svo þröngt í fátækrasjúkrahúsum fyrir 2—3 öldum, að sjúkjingar urðu að gera sér að góðu að hvíla við hliðina á líki. hættu með hinum svonefndu ,,holdlegu syndum“. Takmark kristinnar kirkju var um margar aldir að undiroka lík- amann og fullkomna sálina. Líkamleg hreysti var fyrirlitin, en menn litu svo á, að sjúkdómar og aðrar hrellingar holdsins væru ráð til að hreinsa sálina. Sjúkdómarnir voru vilji Guðs eins og allt jarðneskt böl. Þeir voru yfirnátt- úrlegir og þeir urðu aðeins læknaðir með því, að út væru reknir illir andar eða þá með kraftaverki. Oll ábyrgðin á líkamlegu ástandi mannsins var aftur lögð á herðar guðdóminum, og mönn- um var kennt að una hlutskipti sínu í undirgefni. Miðaldirnar, sem nokkrir nútíma höfundar lýsa aðdáun á, voru tími lágstæðrar menningar, og því til sönnunar er sú staðreynd, að læknis- fræðin komst aftur á frumstigið. Hefði ungi maðurinn með berklana. sem fyrr var getið, þar sem lýst var meðferð Hippokratesar og Galenusar, leitað sér lækninga í byrjun miðalda, hefði honum ekki verið sagt að hvíla sig í solskininu og ekki einu sinni sagt að taka inn lyf. Honum hefði ver- ið sagt að fasta, biðja, iðrast synda sinna og búa sig undir dauðann — og hann mundi hafa dáið. Þótt skoðanir guðfræðinnar á þess- um tímum væru óhagnýtar frá ver- aldlegu sjónarmiði, komu þar samt fram öðrum þræði fagrar hugsjónir. Því var það, að stofnuð voru hæli fyr- ir munaðarleysingja og einnig sjúkra- hús. En hin óhagnýtu sjónarmið mið- aldanna og þessi blær annars heims, sem yfir öllu hvíldi, komu í veg fyrir, að vistmenn þessara stofnana fengju viðunandi lækningu meina sinna. Þessi sjúkrahús voru aðeins dimm, troðfull, heilsuspillandi hæli fyrir bág- stadda og sjúka, sem hlutu enga raunhæfa læknisþjónustu. Ekki er svo að skilja, að eigi væri uppi andleg viðleitni á miðöldunum, en menn ,,sem leituðu að himnesku heimkynni, misstu tengslin við jörð- ina“. Slíkir menn unnu afrek í bygg- ingarlist, sem ekki eiga sína jafningja: dómkirkjur miðaldanna, og þeir stofn- uðu fjölda háskóla. En fræðigreinarn- ar, sem kenndar voru í þessum háskól- um, voru rökræður. siðfræði og guð- fræði, en lítið gætti náttúruvísinda og vísindalegar tilraunir voru engar gerð- ar. Aldrei í mannkynssögunni voru borgirnar eins óþrifalegar eða fólkið eins þjakað af sjúkdómum eins og á miðöldunum. Þótt tala fæddra barna væri mjög há, leifði ekki af, að hin lága íbúatala gæti haldizt fyrir fórn- um á altari sjúkdómanna. Meira að segja á fimmtándu öld var íbúatala allrar Evrópu eigi hærri en íbúatala Bretlandseyja nú. Hinn vísindalegi andi Grikkja var samt sem áður ekki með öllu út- dauður. Á tímanum frá 8. öld til ! 1. aldar blómgaðist menning meðal Araba, og þeir tóku upp fræðilega
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172

x

Helgafell

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.