Helgafell - 01.12.1942, Qupperneq 124
394
HELGAFELL
leg vinnubrögð, og hann lagði grund-
völlinn að heilsuvernd og heilbrigðis-
fræði, sem báðar eru nú fastgrónar
menningunni og munu að lokum hafa
í för með sér útrýmingu allra næmra
sótta, séu þróunarskilyrðin hagnýtt til
fullnustu.
Heimurinn nýtur nú mesta heil-
brigðistímabils, er sögur fara af, sem
gjafar frá læknavísindunum. En þau
eru enn á vaxtarskeiði. Sá árangur,
sem náðst hefur í vísindalegri læknis-
fræði, er lítill í samanburði við þá
möguleika, er blasa við í framtíðinni
til að vernda gegn veikindum, létta
þjáningar og lengja lífið. En engin
vissa er fyrir því, að þessir möguleik-
ar verði að veruleika. í þessum efnum
er maðurinn bókstaflega sinnar gæfu
smiður. Læknavísindin lifa því aðeins
áfram og taka framförum, að vísinda-
legur andi fái að lifa. Lífsmöguleikar
þessa anda eru háðir framvindu menn-
ingarinnar. Ef litið er á menninguna í
ljósi sögunnar, stendur hún hins veg-
ar ótraustum fótum. Brugðið getur til
hnignunar jafnt og framfara. Enginn
vafi leikur á því, að Rómverjar töldu
gullaldarmenningu sína trausta. Fáum
öldum síðar féll hún samt í niðurlæg-
ingu miðaldanna.
Það er ekki eðli mannssálarinnar að
henda á lofti staðreyndir eða draga
heiðarlegar ályktanir. Frumhvatirnar
fá útrás í geðshræringum og lausbeizl-
uðu hugmyndaflugi. Sú hætta, sem
steðjar að vísindalegum anda, að fram-
förum í læknisfræði og að heilsteyptri
menningu, stafar ekki af hinum mikla
fjölda fólks, sem ekki hugsar. Þessi
hætta stafar af gáfuðu fólki, sem á
sinn þátt í að móta menninguna, en
hefur ekki verið kennt að hugsa raun-
hæft. Hún stafar af hrifnæmu, at-
hafnalausu fólki, þar sem frumhvat-
irnar sleppa úr hömlum og grípa fram
í fyrir hugsuninni. Þetta fóllc vekur
upp trúarlækningar frumstæðra þjóða,
í nýtízku formi með nýtízkum nafn-
giftum eða það gengur í lið með
bannfærendum dýratilrauna og hugs-
ar sig ölvað um grimmdarmeðferð, sem
á sér engan stað, nema í ímyndun þess
sjálfs.
Læknisfræðin og menningin taka
framförum saman eða báðum hnignar
í senn. Nauðsynleg skilyrði til fram-
fara eru hugrökk skynsemi og sönn ást
á mannkyninu. Það er jafnsatt í dag
og alltaf áður, að frekari framfarir eða
jafnvel varðveizla þess, er unnizt hef-
ur, er háð því, hversu andlegu hug-
rekki og mannkyninu vegnar gegn
blindum átrúnaði og dultrú.
Jóhann Sœmundsson íslenzkaði.