Helgafell - 01.12.1942, Page 129

Helgafell - 01.12.1942, Page 129
MERGURINN MÁLSINS 399 öllu við, hefðum við bara viljað. Þá var enn fátt með Rússum og Möndulveldun- um, og Rússar ólu í senn hinn forna ótta sinn við Þýzkaland og gamla tortryggni í garð Breta. Okkur var gefið eitt sumar til þess að játa fyrri mistök okkar og end- urnýja bandalagið við Rússa. Ég er sann- færður um, að Göring hefði ekki byrjað þessa styrjöld, ef við hefðum gripið til þessa bragðs. Hann hefði þá látið tilleið- ast að ganga að samningaborðinu, og þar hefði mátt knýja hann til þess að skila þýfinu. En and-rússneska klíkan og Cant voru ekki á því. Að vísu þóttust þeir eitthvað vera að gera í þá átt, og helltu olíu á glæð- ur rússneskrar tortryggni með því að senda undirtyllu í utanríkismálaráðuneyt- inu til Moskvu. En það hefði reyndar átt að vera öllum ljóst, hvers þeir vonuðu og hvað þeir ætluðust fyrir. Þeir treystu enn tungumjúkum fullyrðingum Görings, margítrekuðum í samkvæmum í London og heimboðum á sveitasetrum, að áhuga- mál hans væri að ráðast á Rússland og leggja það undir sig, og eftir þessu biðu þeir með slægð hálfvitans. En svo rann upp þessi dapurlegi ágúst- morgunn, er óttalostin veröld spurði för Görings til Moskvu, þar sem hann hafði gert „griðasáttmála" við Dimitroff, hinn aldurhnigna forseta Rússlands, sem Göring hafði hótað hengingu við réttar- rannsóknina út af bruna ríkisþinghússins þýzka fyrir 46 árum. í öllum blöðum heims voru birtar myndir af þeim Göring og Dimitroff, þar sem þeir tókust í hendur. Innan fjörutíu og átta klukkustunda hófst svo árásin á England, og saga hrak- fara okkar í upphafi styrjaldarinnar er öllum kunn. Eftir að áhlaupi Þjóðverja var hrundið voru allir íbúar landsins, ungir sem gamlir, kvaddir í þjónustu ríkisins og látnir vinna nauðsynleg styrjaldarstörf. Mitt starf er í því fólgið, að skrifa orðin „úr gildi“ á skömmtunarseðla fyrir skyrtu- tölur, sem gefnir voru út en kallaðir inn nokkru síðar, af því að þá voru skyrtu- tölur bannaðar. Þegar ég hef skrifað „úr gildi“ á þá alla, verða þeir látnir í pappírs- kvörnina og búnir til úr þeim nýir seðl- ar, og ég gleðst af því, að mér skuli leyft, þótt gamall sé, að vinna þetta þjóð- nytjastarf fyrir málstað okkar, Um aðra hluti er ég víst orðinn alltof efagjarn og napur. Mér er sennilega líkt farið og öðrum fjörgömlum mönnum, að reynsla ára minna talar hærra máli en skynsemi mín, og ég geri rangt í því, að nöldra svo mjög um það, sem ég sé. Ensk tunga hefur nú verið bannfærð úr útvarp- inu okkar, því að ella kynni andstæðing- unum að berast mikilvægar upplýsingar. Hérna um daginn sá ég í blaði, að upp- lýsingamálaráðuneytið er að undirbúa geysimikla tedrykkju í tilefni fimmtíu ára starfsafmælis þess, og ég býst við því, að þetta eigi að skilja svo, að þeir haldi, að styrjöldin geisi enn árið 1989, en ég hafði vonað, að henni yrði lokið fyrir þann tima. Okkur er einatt sagt, að framleiðsla vígvéla fari ört vaxandi, en samt verður okkur harla lítið ágengt. Mikið er rætt um að refsa Þjóðverjum eftir þessa styrj- öld og tryggja það, að styrjaldir verði aldrei framar háðar. Eftir að innanríkis- ráðherrann skipaði svo fyrir, að allir skyldu ganga með augnablökur og hand- járn, er ósköpin öll talað um frelsið, sem við eigum að njóta, þegar striðinu er lokið. En ég er svo ævagamall, að ég hef heyrt þetta allt oft og mörgum sinnum áður og er nú farinn að gerast efagjarn. Sonar- sonur minn segir mér, að þessi styrjöld hefði aldrei orðið, ef hann og jafnaldrar hans, ungir í anda, hefðu einhverju fengið að ráða, en hann segir, að stjórnmálamenn- imir skeyti aðeins um að halda völdunum og myndu ekki kinoka sér við að beita hverjum brögðum sem væru til þess að halda utangátta ungum mönnum og dug- andi, sem unna föðurlandinu. Ég man það vel, að þetta sagði ég líka áður en styrj- öldin 1939 hófst, og meðan á henni stóð. En nú finnst mér langt síðan sú styrjöld var háð. Ójá, ég er orðinn gamall og farinn.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.