Helgafell - 01.12.1942, Side 134

Helgafell - 01.12.1942, Side 134
BRÉF FRÁ LESENDUM V erzlunarskólastúdentarnir í Háskólanum hafa þau tíðindi gerzt í vetur, að tveir fjölmennir stúdentafundir hafa verið haldnir um sama málið. Gekkst Stúdentafélag Reykjavíkur fyrir öðrum, en stúdentaráð há- skólans efndi til hins. Umræðuefnið á báðum þessum fundum var hin nýja reglugerð Verzl- unarskóla íslands, er veitir skólanum rétt til að brautskrá stúdenta með fullum réttindum til inngöngu í hvaða deild háskólans sem er. Sam- kvæmt tillögu kennslumálaráðuneytisins undir- skrifaði ríkisstjóri reglugerð þessa þann 5. nóv. síðastliðinn. Það kom í ljós á báðum þessum fundum, að stúdentar eru almennt mjög mótfallnir þessu nýmæli. Hafa menn jeitt ýmsum misjafnlega góðgjarnlegum getum að, hvers vegna þeir eru það, og sumir telja það jafnvel furðulega fram- hleypni úr þeim, að vera að fetta fingur út í það, sem gert er á háum stöðum. En þegar sá viðburður skeður í skólamálum þjóðarinnar, sem ætla má, að auki hina árlegu stúdentaviðkomu um hér um bil þriðjung, þá finnst okkur stúd- entum það eitt sama, að láta málið ekki hlut- laust, heldur mynda okkur eftir föngum skoðun um, hvort menntunum í landinu sé að því hag- ur eða hnekkir. Það er að vísu oflof hjá hinum skarpgáfaða forystugreinarhöfundi Vísis, þegar hann kallar okkur ..þaulreynda stjórnmálamenn, en við leggjum metnað okkar í að hafa opin augu og eyru fyrir því, sem gerizt með þjóð okkar, og leggjum orð í belg, þar sem við telj- um okkur eiga hlut að máli. í verzlunarskóla- málinu svonefnda eru stúdentar mjög einhuga, og það má afdráttarlítið fuljyrða, að það sem sagt verður um það hér, sé mælt fyrir munn þeirra allra. Því ber ekki að neita, að dylgjur nokkrar hafa heyrzt um, hvers vegna Verzlunarskólinn öðl- aðist þessi réttindi einmitt nú. Ekki skal það gert að umtalsefni hér, enda ekki á tilganginn lítandi, ef afleiðingin er góð. Mergurinn máls- ins er, úr því sem komið er, hvort líkur séu til, að Háskólanum berist stúdentar úr hinum nýja studentaskóla, sem séu eins vel menntir almennt og eins háskólahæfir og stúdentar úr mennta- skolunum tveimur. Enn sem komið er verður eingöngu að raða þetta af reglugerð hins nýja skóla, en þar að auki torveldar það samanburð- irin, að námsgreinar eru að nokkru leyti aðrar en í menntaskólunum. Eftir reglugerðinni skal tveggja vetra lær- dómsdeild bætt við Verzlunarskólann. Lesa nemendur þannig fjögur fyrstu árin undir verzl- unarskólapróf eins og verið hefur og leggja einkum stund á almenn verzlunarfræði, bók- færslu og tungumál með sérstöku tilliti til við- skiptamáls. Þeir, sem við prófið hljóta lág- markseinkunnina 5,67 (Orsted), mega síðan setjast í lærdómsdeildina, sem á að fylla upp í þær eyður, sem með þarf, til að breyta verzl- unarfræðingi í boðlegan stúdent. Lítum nú á einstakar námsgreinar lærdóms- deildarinnar. Um í slenzk.ii segir reglugerðin: ..Leggja skal sérstaka áherzlu á lestur og skýr- ingu íslenzkra bókmennta einkum kveðskapar og á vandvirkni og lipurð nemenda í meðferð móðuíinálsins í ræðu og riti“. Hér virðist mark- ið ekki )ágt, þó að orðalagið sé óákveðið, en þegar þess er gætt, að til að ná því, skal að- eins verja 2 stundum á viku í lærdómsdeildinni, vaknar sú grunsemd að það geti brugðið til beggja vona, hvort það verði unnt eða ekki. Þó eru menn sammála um, að móðurmálið eigi að skipa heiðurssess í skólum landsins, og í menntaskólunum er því mjög mikill sómi sýnd- ur. í allri lærdómsdeild þeirra er íslenzka kennd 3 stundir á viku, en kennarar telja, að lítið hallist á um fslenzkukunnáttu manns með verzl- unarskólapróf og þess manns, sem lokið hefur 3 bekkjar prófi í menntaskólunum. Það er dálítið erfitt að átta sig á, hve mikils á að krefjast í nýju málunum, dönsk,u, ens\u, þýzku og frönsku, en við höfum orð skóla- stjóra Verzlunarskólans fyrir því, að það verði sízt minna en í máladeild menntaskólanna. Enginn ber brigður á það, en reglugerðin mælir svo fyrir, að sérstakt tillit skuli tekið til rita og ritgerða um viðskiptamál og hagfræði, og það verður vitanlega gert á kostnað hins bók- menntalega. Latínu skal kenna 4 stundir á viku annan veturinn aðeins. Svarar þetta mjög til þess, sem kennt er þeirri grein í stærðfræðideild mennta- skólanna. Þó má skólinn taka upp í latínu stað spænsku, ítölsku eða aukna frönsku, svo að ekki verður annað séð en að hægt sé að snið- ganga Jatínuna alveg. Til samanburðar skal þess getið, að í máladeildum menntaskólanna
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172

x

Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.