Helgafell - 01.12.1942, Page 136

Helgafell - 01.12.1942, Page 136
406 HELGAFELL menntun, sem hvorki hvílir á klassískum mál- um né æðri stærðfræði. Mér virðist ekki hægt að verjast þeirri hugsun við lestur reglugerð- ar hins nýja stúdentaskóla, að þar eigi að láta stúdentaefnin krækja hjá öjlu því, sem knýr til aleflingar hugsunarinnar og reynir á skilning- inn. Eftir henni mun háskólinn fá yfirborðslegri menntamenn en menntaskólastúdentarnir eru, þrátt fyrir allt. Hins vegar veit ég, að nýju stúdentarnir verða betri á ritvél og liprari við ýms hversdagsstörf, einkum kaupsýslu, og má meta það að verðleikum, þó að mér finnist það lélegur grundvöllur undir háskólanám. Hugmynd þá, sem ég geri mér um verzlunar- stúdentana, hef ég ráðið af reglugerÖ skólans, en satt að segja er orÖalag hennar mjög laust f reipunum. AS vísu má slík reglugerð ekki vera svo negld og skrúfuð, að hún haldi kennsl- unni og kennurunum í úlfakreppu. Hún verður að gefa þeim frjálsræði tij að beita sér eins og mannlegar verur í kennslustundunum. En minna má gagn gera, því að í þessari reglugerÖ er orðalagið víða svo hráskinnslegt og sveigjan- legt, að svo virðist sem hennar vegna geti skóla- stjórnin krafizt af nemendum svo mikils eða lít- ils sem henni þóknast. Þetta er hvimleiÖur smíðagalli, og bendir til, að reglugerðin sé sam- in í flaustri. Um það fær maður illan fyrirboða í upphafi reglugerðarinnar, þar sem vikutíma- fjöldi f lærdómsdeild er skakkt lagður saman — ekkert þungt reikningsdæmi þó. Þetta skiptir litlu máli, en það hlýtur að verða mjög erfitt fyrir stjórnskipaða prófdómara eða jafnvel kenn- ara að dæma um, hvenær nemandinn uppfyllir sum ákvæði reglugerðarinnar, svo loöin sem sum fyrirmæli hennar eru. Hvenær á t. d. nem- andi að teljast hafa „lært notkun stærðfræði og æfzt í exakt hugsun“, svo að eitt dæmi sé tekið? Það mætti segja margt fleira um þessa reglugerÖ, en fyrst um sinn er gerandi ráð fyrir, að skólastjórnin noti sér hið teygjanlega orða- lag hennar til að krefjast svo mikils af nemend- unum, sem þarf til að gera þá sambærilega við menntaskólastúdentana, að svo miklu leyti sem hægt er. Þegar ég hér að framan skýrði frá, hvað kunna ætti í hverri grein, var það vitan- lega ekki annað en það sem ég gat helzt ráðið af reglugerðinni, að vakað hefði fyrir höfundi hennar. Á svipaðan hátt verða tijvonandi stjórn- skipaðir prófdómarar að haga sér, þegar þeir eiga að líta eftir, að nemandinn sé í samræmi við reglugeröina. En þeir gera engan saman- burð við stúdenta úr hinum skólunum. Eins og eg hef synt fram á, vekur reglugerð- in ekki traust á, að eftir henni verði brautskráð- ir stúdentar, sem séu sambærilegir að menntun við stúdenta úr menntaskólunum. En jafnvel þó að hún gerði það, gæti orkaÖ tvímælis, hvern rétt Verzlunarskólinn átti á þessum nýju rétt- indum sínum. Verzlunarskólinn er einkaskóli, sem rekinn er af tiltekinni stétt. Frá hennar sjónarmiði er það ofur skiljanlegt, ekki sízt, þar sem fésýslumenn eiga í hlut, að vilja ná í sem mest réttindi fyrir skólann, en um leið kosta sem minnstu til. Þetta bitnar á skólanum. Ég efast ekki um, að það séu góðir kennslukraftar i Verzlunarskólanum, en því hörmulegra er að vita til þess, að eigendur skólans skuli ekki sjá sér fært að búa sæmilega að þeim. Auk skóla- stjórans er einn kennari fastur starfsmaður skól- ans, og það er kunnugt, að hann hlaut það starf af illri nauðsyn, því að annars hefði hann flúið frá skólanum haustið 1941. Annars eru all- ir kennarar stundakennarar, sem leita verða at- vinnu annars staðar til að draga fram lífið. Skólinn ber enga ábyrgð á þeim né þeir á honum. Mér er ekki kunnugt um, að fundið hafi verið upp öllu verra fyrirkomulag á kennslu í skóla, enda geri ég ráð fyrir, að fáir munu bótmæla því, auk þess sem það lýsir óleyfilegri lítilsvirÖingu á kennarastéttinni og fyrirlitningu á starfi hennar. Ef til vill á að breyta þessu nú, þegar skólinn hefur hækkað f tigninni, enda er það því afleitara, því hærra mark, sem skólinn setur sér. Enginn hefur þó ymprað á þessu. Til samanburÖar skal þess get- ið, að Gagnfræðaskóli Reykvíkinga hefur 5 fasta kennara. Og úr því að ég nefni þann skola, skal ég geta þess, að á stúdentafundunum kom fram mikil undrun yfir því, að hann skyldi ekki fá réttindi til að útskrifa stúdenta fremur en Verzlunarskólinn. Allir vita, að á þessu hefur skólinn haft mikinn hug og sótt um það hvað eftir annað. Þessi skóli veitir fræðslu í sömu greinum og sambærilegir bekkir Menntaskolans. í hann fer fjöldi þeirra ung- linga, sem ekki fá inngöngu í I. bekk Mennta- skólans vegna takmörkunarinnar frá 1928. Og fjöldi nemenda tekur próf þaðan með sóma upp í efri bekki Menntaskólans. Skólinn hefur vax- ið og fært ut kvíarnar. Hann hefur bætt við sig bekkjum, og yfirleitt er ferill hans að mörgu Ieyti Jíkur ferli Gagnfræðaskólans á Akureyri á sinum tíma, sem leiddi til stofnunar mennta- skola þar. Það var sjálfsögð réttarbót, þegar skolinn hafði sýnt, að hann var hlutverkinu vax- inn. Skóli á að vaxa heilbrigðum vexti, þangaÖ til hann er fær um að takast hlutverk mennta- skóla á hendur. Þá getur enginn með réttu sagt, að honum séu veitt of mikil réttindi. Það er
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.