Helgafell - 01.12.1942, Page 138

Helgafell - 01.12.1942, Page 138
408 HELGAFELL Gerum ennfremur ráð fyrir, að kaupmaðurinn sé í öðrum stjórnmálaflokki en viðskiptamað- urinn. Hvað mundum vér nú segja, ef kaup- maðurinn réðist á þennan mann með skömm- um og segði, að hann hefði með viðskiptum sínum ráðizt á verzlunarfrelsið £ landinu og hon- um gœti ekki gengið annað til en fjandskapur við stjórnmálastefnu sína? Ég býst við, að vér mundum hlœja að honum. Það er ástæða til þess að taka þetta fram hér, vegna þess, að áróður sá hinn mikli, sem haf- inn hefur veriÖ gegn Menntamálaráði, stafar fyrst og fremst frá einstökum rithöfundum og listamönnum, sem þykir MenntamálaráÖ ekki hafa metið verk þeirra að verðleikum eða of- metiÖ verk annarra, og reyna að telja mönnum trú um, að hér sé veriÖ að berjast gegn rétti manna eSa frelsi til að fylgja ákveSnum skoð- unum og stefnum í listum og stjórnmálum, og hið sama kemur fram í hinum tilfærðu orSum herra Gylfa Þ. G£slasonar. En hver sem gerir sér það ómak að athuga styrki þá, sem Mennta- málaráð hefur veitt til skálda, listamanna og nemenda, ókeypis far til útlanda, svo og af hverjum listaverk hafa verið keypt, mun sja, að þar eru menn af öllum stjórnmálaflokkum og öllum bókmennta- og listastefnum í þessu landi. Ég endurtek það, sem ég sagði £ grein minni. „Baráttan um Menntamálaráð" £ Morg- unblaðinu 29. apríl þ. á.: „Það hefur verið við- urkennd regla MenntamálaráSs, þann tíma, sem ég þekki til, að útiloka engan mann vegna stjórnmálaskoðana hans, heldur reyna að meta hvern mann eftir verkum hans: ritum, mál- verkum, frammistöðu við nám o. s. frv." — Hitt ætti engan að furða, þótt MenntamálaráS gæti ekki £ þessum efnum gert svo öllum lík- aSi og sízt þegar í stað, svo sem £ garðinn var búið af veitingavaldsins hálfu um sumar þessar fjárveitingar, þegar Menntamálaráð tók við. Það er vandasamt aS meta verk rithöfunda og lista- manna svo, að ekki orki tvímælis, því að ekki er kunnugt, að til séu örugg tæki til að ganga úr skugga um gildi þeirra eins og t. d. matvæla eða álnavöru. Þvi miður er óvíst, að allir yrðu ánægðir þótt rithöfundum og listamönnum yrði faliÖ að ráðstafa dómsvaldinu yfir sér, þv£ að mat þeirra hvers á öðrum er ekki allt af ein- róma, en fús væri ég til að eftirláta þeim mitt sæti £ Menntamálaráði, þv£ að ekki hef ég sótzt eftir þvi, Mér hefur fundizt það raunalegast, að þeir, sem MenntamálaráS hefur hossaÖ hæst, virðaot hafa verið jafnfúsir til að gefa þv£ van- traustsyfirlýsingu og hinir, sem minna hafa úr býtum borið. Þó hefur enginn þeirra gert til- lögu um það, að fjárveiting til sín væri lækkuð til að hækka hjá hinum. GuSm. Finnbogason. Steinn Steinarr gegn Jóhanni Briem Jóhann Briem, hefur gert mér þá ánægju að andmæla stuttri grein, sem ég skrifaði um Þor- vald Skúlason, og birti £ sumarhefti Helgafells. Jóhann Briem segir, að list Þorvalds Skúla- scnar sé óhlutkennd og sprottin upp úr sálar- lffi höfundarins. Mér kemur ekki við, hvað J. B. finnur út úr málverkum. Það er hans einka- mál. Að sjálfsögðu sýnist sitt hvorum, og skynj- anir okkar beggja eiga nokkurn rétt á sér, þótt ólfkar séu, — ef hugur fylgir máli. En ég skal geta þess, að þótt Þorvaldur hafi máski málað nokkrar n jög „abstrakt" myndir, er sú list- stefna ekki einkennandi fyrir verk hans, enn sem komið er að minnsta kosti. Jóhann Briem kallar það ennfremur ósvara- verða fjarstæðu að álíta Þ. S. fremstan fslenzkra „moderne" málara. Það er einnig einkamál hans, sýnu viðkvæmara en hið fyrra, — og skal ég ekki fara nánar út £ þá sálma að svo komnu máli. En þann misskilning vil ég þó leiSrétta, ef auöið er, að þegar ég tala um „moderne" listmálara, á ég ekki við þá, „sem komnir voru á undan". Þá kemur að minni stærstu synd. Ég hef ekki lýst nógu rækilega hinu ytra formi myndanna. Ég hef m. ö. o. ekki mælt út í sentimetrum flöt hvers litar fyrir sig, en það mun vera ein- asta leiðin til þess að lýsa listgildi málvorka, samkvæmt kenningu J. B. Á sama hátt ber rit- dómaranum aðeins að telja blaðsíSurnar £ bók- inni, línurnar á blaðsiðunni, orðin £ línunni o. s. frv. MeS því eina móti fá „fslenzkir lesend- ur" falslausa hugmynd um innihaldiÖ! En list nútfmans og allra tfma er miklu marg- þættari í eðli sínu, en Jóhann Briem grunar eða vill vera láta. ÞaS þarf ekki endilega að vera innantómt glamur, þótt sagt sé um mynd- ir, að þær búi yfir einhverjum dularfullum töfrum. Sheldon Cheney, sem skrifað hefur bækurnar „Modern Art" og „Expressionism in Art“, segir, að listmálarar nútimans verSi ef til vill ekki skildir til fulls, nema með aðstoð austrænnar dulspeki. Hvað segir Jóhann Briem við slíkri kenningu? Annars er ég ekki alveg viss um, að J. B. skilji ævinlega til fulls þá hugsun, sem felast
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.