Helgafell - 01.12.1942, Page 153

Helgafell - 01.12.1942, Page 153
BÓKMENNTIR 423 þegar nokkur mcrki, að farið vœri að lralla und- an fæti, en Haustsnjóar taka af öll tvímæli. I bókinni ber meira á ókostum Jakobs sem !jóð- skálds, en kostum hans, og þolir hún því ekki samanburð við önnur ljóðasöfn skáldsins, sízt hin fyrri. Jakob hefur lagt mikla alúð við kvæð- in, margt er þar viturlega sagt, en sköpunar- máttur hans er tekinn að dvína. Mörg ádeilu- kvæðin missa marks og eru sum harla ó- smekkleg (t. d. Fréttaritarinn, Hvort er held- ur?). Jafnframt ljóðagerð hefur Jakob lagt nokkra stund á smásögur á síðustu árum. Sögur þessar eru sérkennilegar og bera raunar svip af kvæðum hans. Má af þeim ráða, að Jakobi muni láta betur hér eftir að rita sögur en yrkja ljóð. Símon Jóh. Ágústsson. Einn af fáum Halldór Stefánsson: EINN ER GEYMD- UR. Sögur. Útg.: Heimskringla, 1942. 260 bls. Á síðustu árum er smásagnaritun orðin tölu- vert almenn hér á landi, en hins vegar virðast allt of fáir gera sér þess ljósa grein, að hún er tvímælalaust eitt hið allra erfiðasta og vandaðasta form skáld- skaparins, krefst ekki aðeins, ef vel á að vera, mikilla hæfi- leika, heldur einnig mikillar leikni og kunn- áttu, enda er tiltölu- lega sjaldgæft að reka augun í íslenzka smá- sögu, sem samsvari hinum fyllstu kröfum. Halldór Stefánsson er einn þeirra rithöfunda, sem tekið hafa ástfóstri við þetta kristallaða og blæbrigðula form, kynnt sér lögmál þess ræki- legar en flestir aðrir og lagt mikla rækt við það um margra ára skeið. Þegar önnur bók hans, Dauðinn á þriðju hæð, kom út árið 1935, mátti öllum vera ljóst, að hann kunni bæði glögg skil á tæknilegum leyndardómum smásögunnar og gat gætt hana lífi á persónulegan og sérstæðan hátt. Sumar sögurnar í bókinni, t. d. Liðsauki, Hégómi, Réttur, Júlíus o. fl., skipuðu honum við hlið þeirra fáu manna, sem rita þannig skáldskap á íslenzka tungu, að hann getur tal- izt til bókmenntalegra verðmæta. í hinu nýútkomna safni, Einn er geymdar, eru höfundareinkenni Halldórs Stefánssonar orð- in gleggri og fullkomnari en nokkru sinni áð- ur. Hann ræður yfir öruggri tækni og bregst sjaldan bogalistin um byggingarlag og hnitmið- un, enda er ekki hægt að benda á neina þess- ara nítján sagna sem misheppnaða frá tækni- legu sjónarmiði. Hann lætur viðburðina eða við- burðinn venjulega gerast á þröngu, afmörkuðu sviði, eins og bezt hæfir eðli formsins, gengur vöflulaust að efninu og kappkostar að móta svip allrar sögunnar í fyrstu setningunum. Stíll hans er raunsær, hlutlægur og stundum kryfjandi, gersamlega sneyddur öllu tilhaldsfjúri, en þeim mun rökfastari og markvissari. Það er leitun á rislágum, innihaldsrýrum eða óþörfum setning- um í hinum viðburðameiri sögum Halldórs, en hins vegar virðist hin gáfulega meitlun stílsins stöku sinnum gerð á kostnað lífrænnar og á- hrifaríkrar frásagnar, einkum þegar höfundurinn fjallar um efni, scm standa nær tilfinningalífi en vitsmuna. Það er háttur Halldórs að skírskota fyrst af öllu til heilans, forðast eins og heitan eldinn alla brjóstvæmni, en fela að baki setn- inganna djúpa og einlæga samúð. Þetta er ó- neitanlega mikill kostur. En ég er ekki fjarri því, að opinskárri og sveigjanlegri stíll hefði orðið sumum sögum þessarar bókar til ávinn- ings. Viðfangsefnin, sem höfundurinn glímir við, eru skemmtilega fjölbreytt, en oftast vakir fyrir honum sálfræðileg könnun og ádeiluþrungin rannsókn á ákveðnum fyrirbrigðum. Viðhorf hans til persónanna er undantekningarlaust mannúðlegt. Jafnvel þegar hann leggur þær á skurðarborðið, til þess að athuga meinsemdir. Hann tengir þær við umhverfi og þjóðfélagsað- stöðu, að vísu misjafnlega skýrt og misjafnlega vel, og byggir dóm sinn, skýringu og mat á þeim grundvelli. í öllum beztu sögum Hall- dórs er hinn þjóðfélagslegi bakgrunnur ýmist augljós eða leynilegur. Eftirmæli, Eitt er nauð- synlegt, Fyrsti maí, Hernaðarsaga blinda manns- ins, Hljóðið, Sáð í snjóinn, Strok, — allar þess- ar sögur eru í nánum tengslum við þjóðfélagið, öfl þess og lögmál, en þrjár þeirra, Hernaðar- saga blinda mannsins, Sáð í snjóinn og Strok, eru að mínum dómi heilsteypt og merk lista- verk. Mér er ekki kunnugt um, að íslenzkir nú- tímahöfundar hafi skrifað betri smásögur. Hins er ekki að dyljast, að Halldóri eru mis- lagðar hendur á yrkisefni sín. Nokkrar sögur í hinni nýju bók hans hafa ekki heppnazt full- komlega, þótt ekkert sé hægt að setja út á bygg- ingu þeirra. Til dæmis fæ ég ekkj betur séð en
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.