Helgafell - 01.12.1942, Page 159

Helgafell - 01.12.1942, Page 159
BÓKMENNTIR 429 vitaÖ meira og minna úr lagi færöar og ýktar og oft blandnar hjátrú. Ef sagnir þessar eiga aÖ hafa þjóðsagnafræðilegt gildi, verður að rita þær óbreyttar, eins og þær ganga í munnmælum, eftir einhverjum góðum sögumanni. En oft velja þjóðsagnasafnendur vorir nú aðra leið. Þeir nota þjóðsöguna einungis sem uppistöðu í sagnaþátt- inn eða hafa hana til bragðbætis, en safna auk þess til hans vitneskju hvaðanæva, oft úr rituð- um sögulegum heimildum, skjóta inn í löngum ættartölum, leggja sem sagt alla stund á, að hafa frásögnina sem fyllsta og réttasta. Hér er því frekar um sagnfræði að ræða en söfnun munnmælasagna. Ekki fer ávallt vel á því, að blanda sannfræði og munnmæjum saman á þann hátt, er safnendur þjóðsagna og alþýðlegs fróð- leiks gera. Þessi fróðleikstínsla úr ýmsum áttum spillir stundum hinni upprunalegu þjóðsögu eða varnar henni að njóta sín. Sagnaþættir þessir hafa og sumir hverjir aldrei gengið í munnmæl- um. Þeir byggjast á frásögn sjónarvotta eða þeirra, sem vel mega þekkja til atburðanna. Þess konar þættir eiga því einnig að víkja úr þjóð- sagnasöfnunum, þótt þeir séu stundum fróðleg- ir og skemmtilegir. Þannig hefur fjöldamargt slæðst inn í þessi söfn, sem hefur alls ekkert þjóðsagnagildi. Að vísu er það rétt, að sumir safnendur slá að nokk- uru varnagla við þessu: Utgefendur Grímu kalla hana tímarit fyrir íslenzk þjóðleg fræði. Útgef- andi Ommu kallar hana íslenzkar sagnir og þjóð- sögur. Guðni Jónsson slær sams konar varnagla. En ýmsir gefa út alls konar samtíning sem þjóð- sögur. Sýnist mér því, að rit þessi yrðu miklu aðgengilegri, ef safnendur gerðu sér meira far um að flokka sögumar betur og gæfu ekki út frásögur um jafnsundurleit efni í einum hræri- graut. Ef þessu heldur áfram, er hætt við, að al- menningur ruglist svo í ríminu, að hann hætti að kunna skil á því, hvað þjóðsaga er. Þar sem upp hefur verið tekið í söfn þessi fjöldamargt, sem getur ekki með nokkru móti talizt þjóðsögur, veitir stærð þeirra ranga hug- mynd um auðlegð íslenzkra nútímaþjóðsagna. Það virðist sönnu nær, að safnendum gangi illa að hafa upp á ósviknum þjóðsögum og því freist- ist þeir til að taka í söfn sín ýmsar sagnir, sem eru líkar þjóðsögum að efni til, svo sem vott- festar frásagnir um dulskynjanir, og sagnaþætti, sem hafa ekki gengið í munnmælum. Loks slæð- ast í rit þessi alltof margar sagnir, sem eru alls ekki í frásögur færandi, ómerkilegar að efni og lélega sagðar. Á þessu ári hefur komið út þriðja hefti ís- lenzfcra sagnaþátta og þjóSsagna Guðna Jóns- sonar, og er þar með lokið fyrsta bindi þessa ritsafns. Er þar saman kominn ýmiss konar þjóð- legur fróðleikur, sem Guðni hefur af mikilli elju tínt saman eða skráð og bjargað þannig frá gleymsku. Mjög fáar sögur í riti þessu eru tekn- ar úr handritasöfnum. Margs háttar vitneskja er þar um siði, venjur og daglegt líf alþýðu manna á þeim slóðum, sem sögur þessar gerast, en þær eru flestar austan fjalls úr byggðarlagi safnandans. Ymsir aðalsögumenn Guðna fara fremur laglega með sögur, svo sem Sigurður föð- urbróðir hans, Þórður Sigurðsson á Tannastöð- um o. fl. En yfirleitt er frásögnin ekki tilþrifa- mikil, enda eru söguefnin stundum helzti rýr. Nokkrar vísur í safninu eru svo lélegar, að alli ekki er vert að halda þeim til haga frá neinu sjónarmiði. Hér er sýnishom þeirra: Jón er genginn inn í dal, leitar að Hyrnu sinni. Betur hann fyndi hana þar sem betur fer. (11. bls. 10). Jörðin er nú orðin rauð, hún er líka hérna græn. Á henni spretta eplin væn, af þvf eru laufin væn, af því eru skæðin væn, af því em þau græn. (II, bls. 149). Leirbull af þessu tagi er ekki einu sinni skemmtilega vitlaust, og er mesti misskilning- ur að lengja bækur með jafnfánýtum þvættingi. Guðni gæti framvegis hætt að ganga svona nærri rótinni, ef svo mætti segja, þótt það hefði f för með sér, að safn hans yrði ekki eins mikið að vöxtunum. Fyrsta hefti annars bindis Ommu kom út í fyrra fyrir jólin. Sagnir þær, er hún flytur, eru teknar úr handritum á Landsbókasafninu. Yms- ir læsilegir þættir hafa birzt í safni þessu, í síðasta heftinu eru t. d. skemmtilegir sagna- þættir úr Eyjafirði eftir Bólu-Hjálmar. Ömmu ætti varla að þrjóta sæmilegt efni fyrst um sinn, því að úr miklu er að moða. Ódæmin öll eru af alls konar þjoðlegum fróðleik f handritum á Landsbókasafninu. Þá er 17. hefti tímaritsins Grímu nýkomið út. Þetta er orðið mikið safn, en í heild er það fremur bragðdauft, þótt ýmsar góðar sagnir séu í því. Sumir aðalsögumenn hafa fremur sviplít- inn frásagnarhátt. í þessu hefti er m. a. fræði- leg ritgerð eftir Margeir Jónsson um Hamra- Settu, þar sem hann leitast við að sýna fram á, að þjóðsagan um hana sé rétt í ýmsum megin- atriðum. Mér finnst ekki fara vel á þvf, að birt-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.