Tímarit Máls og menningar - 01.05.1945, Blaðsíða 36
)
26 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
ífur stíll, lýsíngarstíll í rituðu máli, út allar miðaldir, einsog Saint-
Beuve hefur bent á; hlutirnir standa til annars en tákna það sem
þeir eru í sjálfu sér, nafnlaus og sjálflaus listamaðurinn er í verki
sínu fyrst og fremst háður kristnum dómi, hið eina sem skiptir máli
er dýrð guðs.
11
Nú gerist það undur á Norðurlöndum, hliðstætt því er norrænir
menn fundu leið til Austurlanda bakvið Evrópu, og til Ameriku um
Norðuratlantshaf yfir ísland og Grænland, auk leiðar skáldsins til
hjarta síns sem barbarinn Egill fann, að grein þessa sama kynflokks
finnur, einsog Hesselmann hefur sagt, skemri leið milli hlutar og
orðs en þekt er í öðrum bókmentum sambærilegum. Islendíngar
hafa þá menníngu til að bera, ótrúlegt fyrirbrigði á miðöldurn, ó-
hugsanlegt í gervöllum kristindóminum, að geta séð hlutinn í því
ljósi þar sem hann verður merkilegur í sjálfum sér, metið hann vegna
þess sem hann er — en ekki vegna dæmisögugildisins. Það er ekki
þarmeð sagt að íslenskar fornbókmentir séu raunsæisbókmentir í
skilníngi vorra tíma, heldur að íslensk fornsaga sjái heiminn gegn-
um minni kenníngu, skynji hann naktari en vesturevrópiskar bók-
mentir þess tíma, beini athyglinni meira að sköpunarverkinu sjálfu
en skaparanum, en slíkt er óguðlegt eftir kristinni kenníngu.
Hin sígildu snildarverk norrænna bókmenta, sem Íslendíngar
sömdu á 13. öld, bæði Íslendíngasögur og Noregskonúnga, verða
ekki skýrðar ef menn gleyma að norrænir menn áttu sjálfstæða
menníngu, sem í sumum greinum hafði náð miklum þroska, laungu
fyrir þann tíma kríngum 1000 þegar vestræn ritmál hófust; og
þessi apaldur, eldri en kristindómurinn, skilar epli sínu á því bók-
mentaskeiði sem hefst uppúr 1100 hér á jaðri heimsins. Sú einángr-
un sem hefur orðið hlutskipti norrænna manna vestur hér orsakar
hnignun íslenska ríkisins og síðan hrun þess á 13. öld. Fyrstu aldir
íslandsbygðar erum vér verslunarþjóð og iðnaðar. En í kríngum
1200 þegar hagur Evrópu tekur að blómgast, og verslun, iðnaður
og siglíngar eru komnar á rekspöl þar syðra, stöndumst vér ekki
samkepni og lendum í þjóðhagskreppu. Þá kreppu vitnar Sturl-
úngaöldin, harátta höfðíngjanna um yfirráð þeirra eigna sem nú