Tímarit Máls og menningar - 01.05.1945, Blaðsíða 55
MINNISGREINAR UM FORNSOGUR
45
Njál og sonu hans hinsvegar, sem eiga í rauninni ekki annað sam-
merkt en heimspekina um ófrávíkjanleik örlaganna. Augljóst er að
höfundur þarf að taka á allri sinni hugkvæmni til að geta steypt
í eitt og skipað í stefnu við aðalás verksins jafnfjarlægum efnum
og samsafn það af reikisögum, sem kerfað er utanum Hrapp, Lýt-
íngsþátt, lagakaflann í miðjum brennumálaþætti, kristnisögu og
söguna af Brjánsbardaga. Eingu að síður þjóna þessar „innskots-
sagnir“ með sínum hætti tækni sögunnar, og eiga hliðstæður í
sagnaskáldskap miðaldanna frá dögum Chretiens frá Troyes hundrað
árum fyr: frásögninni er slitið þar sem forvitni áheyrandans er
mest, og farið útí aðra sálma meðan þáttaskil eru undirbúin. Að-
ferðin varð að lángvinnri hefð í svokölluðum romans bretons. Hún
er sálfræðilega rétt að því leyti sem hún hefur tilætlaða verkan á
áheyrandann: höfundurinn þarf að tefja, og innskotið blekkir tíma-
skyn þess sem hlustar, en leingd er eitt hið sterkasta áhrifsbragð
sögu. Þegar eftirvæntíng áheyrandans er fullvakin blasa altíeinu
við honum önnur svið með nýrri fjölbreytni mannlífs, sefjun hans
er enn aukin með nýum ginníngum.
Það er athyglisvert að þegar höfundur Brennunjálssögu er að
undirbúa hina örlögþrúngnustu atburði verksins þá liggur honum
minst á, þá hefur hann tíma til alls, hann minnir á lækni sem skrafl-
ar um heima og geima og kveikir sér í stórum vindli til að sefja
umhverfi sitt á undan mikilli aðgerð, jafnvel skreppur uppá Akra-
nes milli þess sem hann leggur sjúklínginn á skurðarborðið og
fremur aðgerðina. En meðan höfundur tekur þessi laungu frávik,
hafandi alt aðra hluti á hraðbergi en þá sem honum eru efstir í hug,
hlúir hann að spenníngu áheyrandans með virkari meðulum en ef
liann héldi áfram að klifa á efninu. Með aðskotasögum og „sagn-
fræðilegum11 fróðleiksgreinum gerir hann lesandanum sjónhverf-
íngar og skynvillu.
Tímatal Njálu hefur valdið þeim undramönnum vanda, sem flokk-
að hafa Njálu undir sagnfræði, en þá hefur höfundur vilt með þeim
grikk að binda söguna að nokkru leyti við sagnfræðilega atburði
og persónur.
Gott dæmi þess hvernig innskot þjónar til að blekkja tímaskyn
áheyrandans er brottferð Gunnars til útlanda, þar sem hann ratar í