Tímarit Máls og menningar - 01.05.1945, Blaðsíða 130
Bókafregnir
Passíusálmar Hallgríms Péturssonar, með fjórum röddum fyrir orgel og
harmoníum. Ljósprentað eftir útgáfu Jónasar Jónssonar frá 1907 ásamt for-
mála hans og eftirmála um uppruna lagboðanna. 135 bls. Kr. 25.00 og 45.00.
Islandsvísur. Ljóð eftir Guðmund Magnússon ásamt myndum eftir Þór. B.
Þorláksson. Bók þessi var upphaflega prentuð sem handrit í 150 eintökum
árið 1903. Tónlistarfélagið hefur nú látið Ijósprenta hana í 200 eintökum. 77
bls. Kr. 200.00.
Sjómannasaga, eftir Vilhjálm Þ. Gíslason. Bók þessi er hagsaga og menn-
ingarsaga íslenzkrar útgerðar og sjósóknar. Meginþræðir útvegssögunnar frá
upphafi landsbyggðar eru raktir, og reynt að tengja þá saman við það, sem
síðar gerist. Þessi allsherjarsaga útvegsins er rakin með sérstöku tilliti til
Reykjavíkur og Faxaflóa, eftir að Reykjavík er orðin höfuðstaður landsins og
miðstöð útgerðarinnar. Fjöldi ntynda er í bókinni. 704 bls. Kr. 75.00 og 125.00.
Austantórur /, eftir Jón Pálsson fyrrverandi aðalféhirði. I bókinni eru þættir
um Brand Magnússon í Roðgúl, Kolbein Jónsson í Ranakoti, Kolbein Þor-
leifsson á Stóru-Háeyri og tekur þá við langur þáttur um veðurmerki pg veður-
spár í Arnessýslu, er skiptist í eftirtalda kafla: Utsýnið, Loftið og sjórinn,
Veðurspárnar og dýrin, Ymis veðurmerki, Veðurspár hinna gömlu og Nokk-
urir spádraumar. Auk þessa ritar höfundur eftirmála. Guðni Jónsson, magister,
bjó bókina undir prentun og ritar formála. Segir þar, að fyrirhuguð sé útgáfa
eir.nar hókar á ári úr handritasafni Jóns Pálssonar, unz því sé lokið, er prentað
verður af því um sinn. 160 bls. Kr. 20.00 ób.
I skugga Glœsibœjar. Skáldsaga eftir Ragnheiði Jónsdóttur. Sagan gerist
í sveit og fjallar um ástir og búskap og þó fyrst og fremst um fjármálabrask.
Þetta virðist gerast á fyrstu árum víxlanna hér á landi og muna margir þann
tíma, er einstaka braskarar úr Reykjavík herjuðu hrekklausa bændur, nörruðu
þá til að skrifa á víxla og veðsetja eignir sínar og seldu þeim síðan hússkrifli
í Reykjavík. Er því ekki ólíklegt, að saga þessi byggist á sannsögulegum við-
burðum. 294 bls. Kr. 20.00 og 30.00.
Hinn gamli Adam í oss. Ritgerðasafn eftir Gunnar Benediktsson. IJeiti rit-
gerðanna eru: Veðurfræði og félagsvísindi, Straumur og skjálfti, Nýtt tólfsona-
kvæði, Utilegumennirnir og þjóðin, „Blessa mig líka, faðir minn!“, Bóndinn
við hverfisteininn, Glíman við guð, Byltingar í Hornafirði, Kristilegt siðleysi.
Flestar ritgerðanna eru samdar á árinu 1943. 227 bls. Kr. 25.00 ób.
Arðrán jiskimiðanna. Fyrirlestrar fluttir í School of Hygieni við John Hop-
kins háskólann í Baltimore, eftir E. S. Russell forstjóra fiskirannsóknanna í
Landbúnaðar- og fiskimálaráðuneytinu í Bretlandi. Þýtt hefur Arni Friðriks-
son. Efnisyfirlit: Formáli, Nýting fiskistofnanna, Eyðing eldri miða, Fiski-