Tímarit Máls og menningar - 01.05.1945, Blaðsíða 51
MINNISGREINAR UM FORNSOGUR
41
skálda að sveigja sagnfræðina undir listaverkið. Ef við höldum
áfram að taka Njálu sem dæmi íslenskrar fornsögu er vitanlegt að
ýmsar persónur hennar eru sannsögulegar, að minsta kosti nöfn
þeirra og sumt í ættfærslunum. Til dæmis er ekki ástæða að efa að
maður sá með hið írska nafn Níall hafi verið uppi á íslandi umþað-
bil þrjúhundruð árum áður en sagan var samin, og eitthvað verið
viðriðinn eldsvoða eða brennu, jafnvel hrendur inni; Landnáma,
sem er nær því að hafa sagnfræðilegt gildi í beinum skilníngi, getur
hans til þess atburðar eins. Nafn Gunnars á Hlíðarenda og óljósar
greinir um vígaferli hans koma einnig fyrir í Landnámu, enda meira
en líklegt að bóndi hafi til verið í Fljótshlíð með því nafni á tíundu
öld, og lent í manndrápum sennilega útaf stórgripum, landaþrætum
eða þjófnaði einsog flest deilumál og víg virðast hafa risið á frum-
öld íslandsbygðar; en eftir því gamla sagnfræðiriti Landnámu
að dæma virðist afi Gunnars á Híðarenda og nafni hafa verið mað-
ur síst minni fyrir sér en sonarsonurinn, og feingið að minsta kosti
jafnhetjulegan dauðdaga. Nafni „Sviðukára“ bregður og fyrir í
heimildum fornum, sem nær eru því að eiga skylt við sagnfræði en
Njála. Hinsvegar eru litlar líkur til að þessar sannfræðilegu persón-
ur eigi mikið sammerkt við skáldsögupersónur Brennunjálssögu
samnefndar. Ef trúa má Snorra Sturlusyni í Eddu hans hefur Njáll
til dæmis verið skáld og farmaður, og ort kvæði til ónefndrar konu
um hrakníngar sínar, Senn jósum vér, svanni, — ólík mynd þeirri
er Njála gerir af þessum skegglausa værukæra spekíngi. Karla-
magnúsarsagnkerfið franska er tilorðið eitthvað álíka laungu eftir
tíma Karlamagnúsar og Njála eftir daga Njáls, og hefur Bédier
getað sett saman úr sagnkerfi þessu lista yfir 55 persónur sem hann
telur eiga kröfu á sagnfræðilegri tilveru. Það væri fróðlegt að hafa
þesskonar lista yfir slíkt mátverk íslenskrar fornsögu sem Njála er,
en mér er ekki kunnugt að hann hafi verið tekinn saman. Það hefur
ekki heldur verið gerð skrá um atburði né önnur efni sem sann-
fræðileg vissa er um úr Njálssögu.
18
Brennunjálssaga gæti verið skrifuð af rúmlega miðaldra höfð-
íngja, veraldlegum, með skálds skaplyndi en ekki athafnamanns,