Tímarit Máls og menningar - 01.05.1945, Blaðsíða 47
MINNISGREINAR UM FORNSÓGUR
37
viku frá opinberum kennisetníngum. Þær eru samdar á öld þegar
list og skáldskapur annar en hákristilegur er óhugsandi í Evrópu,
á þeirri öld, þegar sú kennisetníng hefur verið opinberlega yfir-
helguð af Bonifacio páfa VIII., að hverjum manni sé „nauðsynlegt
vegna sáluhjálparinnar að trúa því að sérhver sál“ — og það tekur
jafnt til heiðinna sem kristinna — „skuli vera páfanum undirgefin“.
Hinsvegar gerist í fornbókmentum Íslendínga á 13. öld hliðstætt
afturhvarf til fornaldarinnar einsog í hinum suðlæga heimi hjá
upphafsmönnum fornmentastefnunnar, frumkvöðlum skólaspekinn-
ar og kerfurum guðfræðinnar. Á sama tímabili og þó nokkru síðar
en Snorri endurvekur fortíð Norðurlanda með Eddu og bindur
hinn forna Noreg í sagnfræðilegan skáldskap sem átti eftir að reisa
nýan Noreg fimm hundruð árum seinna, og aðrir höfundar íslenskir
festa á bækur þær hetjusögur fornar sem áttu að bera íslensku
þjóðina yfir djúp niðurlægingarinnar, þá upphefur Thomas Aqui-
nas hinn barbariska kristindóm Vesturevrópu til virðulegrar menta-
stefnu með grundvöllun skólastíkinnar, sem bygði fyrst og fremst á
Aristótelesi.
16
Þó fornsögurnar hafi það markmið meðal annars að glæsa for-
tíðina, segja þær mest um samtíma sinn, þrettándu öldina á íslandi.
Þær sýna ekki aðeins hverjar hugmyndir þrettánda öldin gerir sér
um hina heiðnu og hálfheiðnu fortíð fyrir þrjú hundruð árum eða
meir, heldur hvernig öndvegismenn þessarar sömu aldar ímynda
sér sannan manndóm: þessar myndir af hetjum, spekíngum og
ástríðumönnum í stöðugri baráttu um líf sitt gefa í raun réttri
sannari hugmynd um anda tímans, menn hans og menníngu en
Sturlúnga sjálf. Fornsögurnar kunna aðeins fátt um níundu og
tíundu öld, en eru hinn fullkomnasti spegill þeirrar aldar sem þær
eru samdar á. Þar liggur sagnfræðilegt gildi þeirra.
Því verður ekki neitað að höfundar þessara bóka eru meira eða
minna klerklega mentaðir, en mentun var á þeirri öld sama og
klerkleg mentun. Afturámóti gerir hið kristilega alveldi 13. aldar
óhugsanlegt að rit sem eru í öllum höfuðgreinum jafn ókristileg