Tímarit Máls og menningar - 01.05.1945, Blaðsíða 18
8
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
svona skuli liægt að gera. Og þó er ekki annað um að vera en það, að ágætir
listamenn, sem við eigum, fá tækifæri til að helga sig viðfangsefni, sem þjóðin
kann að meta og hefur skilning á fyrirfram. Listamennirnir voru til. Njála hafði
um langan aldur beðið þess að tendra verk þeirra glóð sinni, eins og þúsundir
annarra verkefna úr sögu og bókmenntum íslendinga bíða listamanna. En af
þessu litla dæmi getur einföldum vitrast, hvers listin er megnug. Jafnvel við
útgáfu á bók er allur munur, hvort lögð er á verkið dauð hönd eða lifandi. Það
er hægt að gera tilraun til að drepa í svip áhuga þjóðarinnar á jafn einstöku
listaverki sem Njálu. Það er leið Jónasar frá Hriflu, og vesalla fylgifiska hans,
með hinni dauðu útgáfu menningarsjóðs á Njálu. Hins vegar er hægt að kveikja
nýjan áhuga á verkinu, eins og hér er gert. En af þessu mætti verða Ijóst, hvers
árangurs má vænta af starfi myndlistamanna, ef þeir fengju stórbrotnari við-
fangsefni en bókaskreytingu og nægan tíma til að vinna að þeim.
Það vantar hvorki á Islandi verkefni handa listamönnum, né góða listamenn
til að leysa þau af hendi. En það vantar skilning þjóðfélagsins bæði á verkefn-
unum og listamönnunum. Tími er til kominn að hugsa um fegrun Reykjavíkur-
bæjar, útbúa fögur torg og reisa myndastyttur. Alltof h'tið er að því gert að
prýða opinberar byggingar. IJafa þó heppnazt vel einstaka tilraunir, sem gerðar
hafa verið, eins og skreyting Landsbankans, eftir Jón Stefánsson og Kjarval.
Sjómannaskólann hefði t. d. átt að skreyta. IJátíðasal háskólans ætti að skreyta.
Nú ætlar hið opinbera að fara að reisa tvær veglegar byggingar, Þjóðminjasafn
og Náttúrugripasafn. Hvað er sjálfsagðara en láta hæfustu listamenn okkar,
myndhöggvara og málara, skreyta þessar byggingar, sem eiga að varðveita dýr-
mætustu gripi úr íslenzkri sögu og náttúru. Hér er um söfn að ræða, sem allir
gestir, er til landsins koma, hljóta fyrst og fremst að skoða, og kynslóð eftir
kynslóð íslendinga vitjar þangað til að kynnast þjóðlegum verðmætum. Er þá
ekki alls um vert að gera þessar byggingar sem fegurstar að útliti um leið og
sérstaklega er vandað til þeirra á annan hátt? Hér er einmitt samstarf húsa-
meistara og listamanna æskilegt, og tækifæri fyrir hina nýju ríkisstjórn að taka
upp aðra stefnu en verið hefur gagnvart listum og listamönnum. Þeir tímar
mættu gjarnan líða undir lok, að ágætum listamönnum, eins og t. d. Ásmundi
Sveinssyni, finnist þeir eins vel geta varið starfskröftum sínum til að steypa hús
eins og myndir, vegna þess þeir sjá ekki, að verk þeirra séu nokkurs metin.
Kr. E. A.