Tímarit Máls og menningar - 01.05.1945, Blaðsíða 110
Andleg þjónkun Svía
og skáldsögur þeirra
Svar til Ólafs Jóh. Sigurðssonar
Herra ritstjóri!
I 3. hefti Tímarits Máls og menningar, árg. 1944, birtist m. a.
ritdómur um sænska bók, „Glitra daggir, grær fold“ („Driver dagg,
faller regn“) eftir Margit Söderholm.
Ritdómarinn — Olafur Jóhann Sigurðsson — byrjar á því að
minnast á þá alþekktu reynslu, „að verðlaunuð skáldrit er ætíð
ráðlegast að lesa með nokkrum fyrirvara og gæta þeim mun fyllri
varúðar sem verðlaunin eru hærri og auglýsingarnar stóryrtari“.
Þrátt fyrir það, að 0. J. S. ætti þá að hafa verið illu viðbúinn.
er augljóst, að hin sænska verðlaunaskáldsaga hefur lostið hann
skelfingu. Vesaldómur hennar er í augum hans svo dæmafár, að
sérstakrar skýringar þarf við, svo að menn skilji, hverju sætir, að
slík bók geti hlotið verðlaun í bókmenntasamkeppni. Það, sem upp-
haflega kemur Ó. J. S. fyrir sjónir sem „liulin ráðgáta“, skýrist þó
við „nánari umhugsun“ og öðlast fyrir leynilögreglumannsaugum
hans samhengi, ljóst og óyggjandi. Því að „Glitra daggir, grær fold“
„var einmitt samin, prentuð, verðlaunuð og lofsungin á því tíma-
bili, þegar Svíar lögðu hvað mest kapp á að lýsa yfir hlutleysi sínu
og ráku samtímis hina arðvænlegustu hergagnaverzlun við Þjóð-
verja. Það er andleg þjónkun, smámennska og niðurlæging kúlu-
leguáranna í Svíþjóð, sem átt hefur drýgstan þátt í stundargengi
þessa gagnómerka reyfaradoðrants“.
Af þessari framsetningu 0. J. S. gætu menn gert sér í hugarlund,
að sænska þjóðin hafi risið upp sem einn maður til þess að fagna,
verðlauna og lofsyngja „Glitra daggir, grær fold“ sem hinn mikla
bókmenntaviðburð í Svíþjóð á því herrans ári 1943. í raun réttri
er þó hér — eins og 0. J. S. gefur sjálfur í skyn — um að ræða
samkeppni, sem er algert einkamál bókaforlagsins. Og honum hlýtur