Tímarit Máls og menningar - 01.05.1945, Blaðsíða 34
24
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
Það er tilviljun að þessi leið skyldi finnast, á sama hátt og fundur Ameríku,
og þó ekki, því það gat aðeins hent norrænan heiðíngja á tíundu öld, en
mundi hafa verið óhugsandi í samanlögðum kristindóminum. Að vísu réð
Sonatorrek ekki aldahvörfum í neinum skilníngi fremur en fundur Vínlands;
tilraunin var ekki endurtekin. Þessi ótrúlega leið, lokuð öllum heiminum, sem
Egill hafði fundið, leið skáldsins til hjarta sín sjálfs, tapaðist heiminum aftur
á sama hátt og Vínland. Ifún finst ekki á ný fyr en á fjórtándu öld, þegar
Miðjarðarhafsríki eru komin til þroska, að hinn ítalski Frakki Petrarca, sem
Burckhart kallar fyrsta mann nútímans, gerist kólumbus hennar fjögur hund-
ruð árum eftir að Egill Skallagrímsson segir frá því hvernig hann fékk bölva
hætur er goðjaðar hafði slitið við hann vinan. En um það bil sem Petrarca
finnur þessa ótrúlegu leið, sem okkur finst nú á dögum álíka auðfarin og
sjálfsögð einsog skreppa í flugvél til næsta lands, þá var líka risin önnur öld
yfir heiminn: tímar fornmentastefnunnar, undanfari Endurfæðíngarinnar.
10
Bédier kallar 11. öldina höfuðöld franska, le grand cycle. Á þess-
ari öld er franskt konúngsríki stofnað í Einglandi, Suðurítalía kemst
undir frönsk áhrif, franskt ríki í Jerúsalem, frönsk kóngsætt í
Portúgal, almennar réttarbætur lögleiddar, þjóðhagur eflist við upp-
komu stórmarkaða, merkilegar múnkareglur nýar verða til, skóli
og lærdómslist stendur með blóma og skáldskapur hefst á þjóðmál-
inu. Á þessari öld stundar sá maður nám í Frakklandi árum sarnan,
sem síðar verður frömuður íslenskra menta, Sæmundur fróði Sig-
fússon, og fleiri menn íslenskir fara í spor hans; franskur lærifaðir
er fenginn til Islands til þess meðal annars að kenna Islendíngum
tónlist. Islendíngar eru í beinu sambandi við franska mentun á þeim
öldum sem Frakkland er höfuðland menníngar í Evrópu. Leingi býr
að fyrstu gerð. Á tólftu og þrettándu öld starfa Íslendíngar að því
að þýða franskar bókmentir á norrænu, stundum að undirlagi
Noregskonúngs.
Bédier hefur sannað, svo það virðist ekki leingur vera deiluefni,
að hin miklu frumverk franskra bókmenta, chansons de geste, hafi
orðið til á pílagrímaleiðunum í Suðurfrakklandi, utanum sögustaði
þá sem minníngar viðloddu um fornhetjur Karlamagnúsar í stríð-
inu við infidels, þá kristlausu, og séu höfundar þeirra kristilegir
trúðar, jongleurs, sem höfðu það tvöfalda hlutverk á hendi að
skemta pílagrímum í áfángastað og uppbyggja þá.