Tímarit Máls og menningar - 01.05.1945, Blaðsíða 29
MINNISGREINAR UM FORNSOGUR
19
hressast gerðist mentavakníngin fyrir leit kristinna spekínga til heið-
inna fornhöfunda grískra og latneskra. Grískan afturámóti, sem
verið hafði lífbrunnur rómverskrar mentunar til forna, týndist niður
á Vesturlöndum þegar vesturrómverska ríkið leið undir lok, og
fanst ekki fyr en þúsund órum síðar, í Endurfæðíngunni.
Framlag Evrópuþjóða til bókmenta á þessum öldum eru villi-
mannlegar kynjasagnir kristnar og aðrar „helgar greinir“ auk nokk-
urra tilrauna til annálaritunar, fátæklegra og mjög slitróttra; enn-
fremur dálítið af litúrgískum kveðskap á latínu. Hvað til hafi verið
af skáldskap á vörum vesturevrópiskra þjóðflokka þau þúsund ár
frá því þær byrja að sjást í dagglóru sögunnar og altframá daga
hinnar fyrstu mentavakníngar í Ítalíu og á Frakklandi á 11. og 12.
öld mun seint vitnast, því það sem þjóðflokkar þessir hafa hugsað
og talað.allan þennan óratíma hefur aldrei séð dagsins Ijós í rituðu
formi. Má segja að Vesturevrópa sé í hókmentalegum skilníngi
hartnær mállaus fyrstu þúsund árin eftir að hún varð kristin. Skrift-
in naut ekki meiri virðíngar en svo að jafnvel tignarfólki, kóngum
og aðli, var ekki kent á bók á öndverðum miðöldum, og voru til
feingnir klerkar að annast það sem skrifa þurfti við hirðirnar og í
sambandi við ríkisreksturinn. Jafnvel sjálfur Karlamagnús lærði
aldrei fyllilega á bók þó honum væri ljós nauðsyn skriftarinnar, og
ævisöguhöfundur hans, Einhard, skýrir frá því er þessi jötunn mið-
aldanna sat uppi á næturþeli ellihrumur og var að basla við að
draga til stafs.
Letur vita menn til að þekt sé á Norðurlöndum frá því á 3. öld
eða fyr, og margir norrænir menn hafa kunnað leturristu. Egill
Skallagrímsson kunni að lesa og skrifa —- rúnir. Latínu hafa eingir
Skandínavar kunnað fyr en lönd þeirra voru kristnuð, en Væríngj-
ar, sem byrjuðu að íleingjast í austurrómverska ríkinu seint á vík-
íngaöld, keisaralegur lífvörður, hafa hlotið að læra grísku, og
sumir flutt þá þekkíngu með sér til Norðurlanda alttil íslands.
Haraldur harðráði Sigurðsson Noregskonúngur, sem dvelst í æsku
lángdvölum í Býzantium innanvið miðja 11. öld, hlýtur til dæmis
að hafa kunnað grísku. Margir höfundar, þarámeðal Gould, telja
víst að norrænir menn hafi og kunnað arabisku snemma á öldum.