Tímarit Máls og menningar - 01.05.1945, Blaðsíða 86
NATAN AUSUBEL:
ROMAIN ROLLAND
Að leiöctrlokum
Allir þeir, sem unna sannleik og
frelsi og fögrum menntum, syrgja
nú dauða Romain Rollands. Við,
sem unnum honum og tókum þátt
í baráttu hans fyrir því að fram
gæti komið sýn hans af fegurra
þjóðfélagi, þar sem hvorki ríkti
arðrán né ófriður, syrgjum hann
sem föður, félaga og bróður. —
Hann hefur verið kallaöur „hin
vakandi samvizka hugsandi manna“. En hann var miklu meira en
það, liann var leiðtogi æskumanna, hrópandi rödd til að vekja menn
af deyfð og fá þá til að snúast til varnar gegn háska, hugprúður bar-
dagamaður, sem öll skeyti óvinanna beindust að, hann var hvatning
til staðfestu og samtaka öllum, sem unnu málstað mannkynsins, og
hann efaðist aldrei um, að sigurinn yrði þeirra megin að lyktum.
Slíkum manni er dauÖinn allt að því óviðkomandi, — því að hann
hefur markað baráttunni rás og mótað lund og hugarfar ótal manna,
jafnt verkalýðs sem menntamanns. Þeir hafa tekið við arfleið hans.
Rolland var athafnamaður í lífi sínu og ritstarfi. Honum var líf
og list eitt og bið sama, ekki tveir óskyldir hlutir, heldur samræmd
heild. Ritstörfin urðu honum aðeins útrás athafnalífs. Svo sem hinn
gríski spekingur Protagoras áleit hann, að maðurinn væri mæli-
kvarði allra hluta og farsæld hans hið eftirsóknarverðasta hnoss.
Rit Rollands urðu aldrei endurskin sjálfshugðar. Ótal sinnum hefur
penni hans orðið sverð til varnar og sóknar í þágu mannkynsins.
Romain Rolland,