Tímarit Máls og menningar - 01.05.1945, Blaðsíða 129
UMSAGNIR UM BÆKUR
119
kveður meira en Iítið að sjálfstæSum hugsunum. Svo er um fjöldann allan af
galdrasögunum, ekki sízt þær, sem votta bjartsýni og mennskan mátt (t. d.
sögurnar af Sæmundi fróða)“. — „Hinar síðari galdramannasögur og flestar
sögur af sendingum og fylgjum eru hins vegar til orðnar, þegar galdrabrenn-
urnar voru í fersku minni, en allt umhverfis menn var eymd og volæði ein-
okunartímans. Einkennilegt myrkur og mannhatur ríkir í þeim sögum.“
Þá eru draumsjónir um lífskjör. „Hvergi held ég áhyggjur daglegs lífs komi
skýrar fram en í huldufólkssögunum. . . er ýmist, að huldufólkið er auðugt eða
það heyr sömu lífsbaráttu og mannfólkið. Hið síðara er spegilmynd mann-
lífsins, hið fyrra er óskmynd. Annars er fátæktin undirrót miklu fleiri sagna.
Þannig er um söguna af útisetumanninum, sem er í þann veginn að komast
yfir allan auð álfheima, en getur ekki stillt sig, þegar honum er boðinn tólgar-
skjöldur."
„Obilandi trú sýna ævintýrin á frelsandi mátt ástarinnar. Þá er enn ein
meginhugmynd þeirra stöðuglyndi og þolgæði, og ekki láta þau af að lofa
gildi góðs hjartalags, góðvildar og hjálpsemi, ekki sízt hjálpsemi við þá, sem
í nauðum eru staddir og mega sín lítils. Slíkt hjartalag, segja ævintýrin, er
ævinlega sigursælt. Eitt augljósasta fyrirbrigði þeirra er munurinn á hamnum
og því, sem innan undir er, ásýnd og innra verðmæti; í ófreskjunni býr, ef
til vill, maður, hið aumlega veitir oft mesta hjálpina, olbogabarnið, kolbítur-
inn reynist mestur maðurinn. Oft er flagð undir fögru skinni og dyggð undir
dökkum hárum. Margt er það í koti karls, sem kóngs er ekki í ranni. Aldrei
láta ævintýrin af að brýna fyrir mönnum trúna á hið innra gildi, þó að óásjá-
legt sé hið ytra, manngildið, þó að af lágum stigum sé maðurinn og búi við
fátækt. Því er það ekki annað en einbert réttlæti, þegar kolbíturinn fær kóngs-
dótturina.“
Bókin er prýdd fjölda mynda eftir átta listamenn, lifandi og dauða. Þær
eru nokkuð misjafnar, en í heild mikill fengur flestum lesendum. Frágangur
bókar og útlit allt er vandað.
Björn Sigfússon.