Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1945, Blaðsíða 127

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1945, Blaðsíða 127
UMSAGNIR UM BÆKUR 117 Snorra Iljartarsyni vcrð'ur sennilega skipað í flokk rómantískra skálda, en samt hefur hann til að bera óvenjulegt raunsæi, sem verður líklega aldrei skilið nema á þessum dögum. Hann er einn af þeim íslenzku skáldum, sem hafði ekki neglurnar flettar af fingrum sér í þessum ægilega ófriði, svo að talað sé í líkingum. Vel má vera, að ýmsum finnist efnisvalið í kvæðum Snorra Hjartarsonar fremur einhliða, en þess ber að gæta, að hér er á ferðinni skáld, sem er að skapa sér listarform og leita sjálfs sín og hefur tekizt það svo vel, að glögg einkenni höfundarins leyna sér hvergi í kvæðunum. Þau eru öll öðrum þræði mjög persónuleg, en trúað gæti ég, að höfundurinn væri dulur maður og ýmis- legt leyndist undir ytra borði kvæða hans, sem ekki lægi í augum uppi við fyrsta lestur þeirra. Það er auðséð, að skáldið hefur mikið dálæti á Jónasi Hallgrímssyni, og eitt kvæðanna ber nafn hans, en það er athyglisvert, þar sem það er nálega hið eina í bókinni, sem bendir til nokkurs sérstaks utan höfundarins sjálfs, því að öll endurspegla þau á mjög persónulegan hátt áhrif innra frá sjálfum honum eða utanaðkomandi, frá nafnlausu umhverfi, og þannig er líka að mestu leyti kvæðið, sem hann nefnir Jónas Hallgrímsson. Tómlæti skáldsins um að velja kunnugleg yrkisefni getur valdið því, að menn reki ekki augun í tilgang þeirra og þeim detti í hug orðtækið: „Listin fyrir listina", en sú stefna á nú ekki upp á pallborðið hjá almenningi, en sannleikurinn mun vera sá, að þetta skáld yrkir fyrst og fremst af fagurrænni (æsthetiskri) nautn. Hann ber virð- ingu fyrir skáldskapnum, fágar kvæði sín af stakri kostgæfni og leggur mikla alúð við orðfæri og stíl, enda eru margar lýsingar hans mjög leiftrandi og gagnsæjar. Brugðið er upp skýrum og drátthreinum myndum með miklum næmleik og innlifun. Notkun litaorða er áberandi í kvæðunum, og stundum finnst mér hún stappa nærri öfgum. Mun litagleði skáldsins meiri en flestra eða allra annarra, sem fengizt hafa við Ijóðagerð á íslenzku. Annars er höfundurinn orðhagur og leggur sig fram um orðaval. Um Jónas Hallgrímsson var sagt, að hann hefði lifað tilhugalífi við íslenzkt mál, en slík orð láta menn sér ógjarna um munn fara fyrr en skáldin eru löngu komin undir græna torfu, en ég efa ekki, að margt fallegt verði sagt um málfar Snorra Iljartarsonar síðar meir. Þó að höfundur þessara kvæða haldi að sumu leyti fast við forna hefð í íslenzkum skáldskap og fastar en ýmsir skáldbræður hans, hefur hann þó um annað vikið allmjög út af þeirri braut, sem íslenzk Ijóðskáld hafa löngum gengið. Þetta á einkum við um ytra form og snið kvæðanna. Höfundurinn hefur gert djarfar tilraunir urn nýja meðferð ríms og hátta. Hann yrkir aldrei undir dýrum háttum, sem kallaðir eru, en þó margt með alviðurkenndu ljóð- formi, til dæmis sonnéttu. Víst er um það, að torvelt rím hefur fyrr og síðar orðið mörgu skáldinu fjötur um fót og leitt þau út á öngvegu um rökrétta hugsun og orðaval, valdið hortittum og orðskrípum, en þó get ég ekki neitað, að mér varð hálfrímið í sumum kvæðanna þyrnir í augum, en líklega blindast
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.