Tímarit Máls og menningar - 01.05.1945, Blaðsíða 37
MINNISGREINAR UM FORNSOGUR
27
voru einar eftir arðgæfar — landsins. Nordal skýrir ágætlega hvern-
ig vér hlýum okkur á tímum hnignunar og uppgjafar við stoltan
arf sögunnar, vissuna um manngildi vort frá fornu fari, endurminn-
ínguna um liðnar stórsveiflur víkíngaaldar og landnámstíma. Norð-
menn og aðrir Skandínavar sveigjast undir hið kirkjulega áhrifa-
vald samtímans, afl þess nútíma sem þá var. Sá konúngur sem svæl-
ir undir sig ísland sömu árin og honum er þraungvað til að láta af
hendi Suðureyar, Hákon gamli Hákonarson, sækir óðfús til suð-
urs, ekki aðeins franskar bókmentir, kurteisi og prjál, heldur gefur
hann til helmínginn af öllu reiðufé hins fátæka lands Noregs að
öðlast krýníngu páfalegs legáta, sumar heimildir telja 30 þúsund
merkur silfurs til páfa, aðrar segja 15 þúsund auk rífrar fúlgu
frá norsku kirkjunni, svo mikið þótti fátækum smákonúngi á norð-
urhjara við liggja að öðlast hlutgeingi undir ægishjálmi Rómastóls
á þessari alveldisöld páfadómsins.
Á meðan Skandínavía rennur undir hið vestræna kristilega menn-
íngarsvið, sem hraðeflist eftir að verslun og velmegun hefst uppúr
krossferðunum, eru andleg áhrif kirkjunnar á úteynni í Vestur-
atlantshafi lítið annað en endurkast af hálfmáttlausu valdboði og
ómarkvissum áróðri. Nordal segir að íslenska kirkjan sé „ræki-
lega frábrugðin miðaldakirkjunni“. Satt er að hún er enn á 13. öld
undir valdi og umráðum veraldarhöfðingja, en það form kristins
dóms heyrir til eldra stigi miðalda. Þó er það eftilvill ekki svo
rnjög kirkjan sem er frábrugðin, heldur viðtökuhæfileiki þeirrar
þjóðar sem hérhafði játað trú.Vald kirkjulegrarhugsunar sunnanað
réð ekki við hina fornu norrænu erfð í þessu vígi hennar sem var varið
fjarlægð, stormum og æstu hafi, gat hvorki lamað hana né afmáð,
einsog kristindómurinn hlýtur samkvæmt eðli sínu að reyna við
allar stefnur; og þó þessar tvær stefnur rynnu leingi í einum far-
vegi á íslandi er snertíng þeirra einsog kalds vatns við bráðið blý.
Sá kristinn dómur, þetta undarlega sambland af lækníngu og pest,
sem fyrir laungu var orðið annað eðli Vesturlanda, gat leingivel ekki
bugað og aldrei fullbrotið reisn norrænna manna hér á landi: „Heyra
má ég erkibiskups boðskap, en ráðinn er ég í að halda hann að
eingu. Og eigi hygg ég að hann vilji betur né viti en mínir foreldrar,
Sæmundur hinn fróði og synir hans.“ Þrátt fyrir mikið opinbert