Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1945, Blaðsíða 17

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1945, Blaðsíða 17
RITSTJÓRNARGREINAR 7 verið fengin nein verkefni, og verðmætin, sem í list hans felast, ekki verið metin að neinu. Myndir hans hlóðust upp heima hjá honum, og er þær komust þar ekki lengur fyrir, varð hann að skipa þeim hverri við aðra út í garð hjá sér. Og er garðurinn fylltist, sá hann sitt óvænna og flýði á rýmri stað. Undanfarin þrjú ár hefur hann unnið að því, mestmegnis einsamall, að reisa nýtt hús yfir sig. Sennilega hefur honum fundizt, að króftum sínum væri eins vel varið til þess að steypa hús eins og myndir, sem enginn virtist hafa minnsta áhuga á. I vetur varð hann fimmtugur. Afmæli hans fór fram hjá öllum; þess var ekki getið í neinu blaði. Það var ekki haldið hátíðlegt á annan hátt en þann, að þrír kunn- ingjar hans, sem komu í heimsókn til hans, hjálpuðu honum til að steypa þak á húsið. Þriðji íslenzki myndhöggvarinn, Sigurjón Ólafsson, vinnur að því að fegra danska bæi. Er hann hafði lokið námi nokkru fyrir stríð, lagði hann mikla vinnu í það að gera stóra lágmynd, er hann mun hafa nefnt „Fiskverkun“, ágæt- lega til þess fallna að skreyta Fiskifélagshúsið. Þessa mynd bauð hann að gjöf hingað heim, en það þótti ekki svara kostnaði að greiða flutningsgjald hennar og fá hana steypta í varanlegt efni. Listamaðurinn hefur komizt að raun um, að þjóðin hafi enga þörf fyrir sig, og hefur ekki treyst sér að setjast að hér heima. íslendingum þykir sýnilega mest upphefð í því að heyra öðru hvoru í frétta- pistlum frá Kaupmannahöfn um listaverk, sem hann er að gera fyrir Dani. Ég hef tekið hér dæmi af þrem myndhöggvurum, en sama er uppi á teningnum um aðra myndlistamenn. Hið opinbera fær þeim engin verkefni, gefur þeim engin tækifæri, spyr ekki eftir starfskröftum þeirra til neins. Það veitir þeim aðeins nokkra f járupphæð árlega, og telur sig þar með laust allra mála. Það má teljast einsdæmi í menningarlöndum, hve lítið er gert hér að fegrun bæja, og að reistar skulu opinberar byggingar án þess að listamenn séu fengnir til að skreyta þær. Áhuginn fyrir þeim fáu myndastyttum, sem hér eru, speglast líka fremur óglæsilega í umhirðunni fyrir myndastyttu Jónasar Hallgrímssonar, sem nú kvað þó loks eiga að sýna einhverja rækt á hundrað ára dánarafmæli skáldsins. Við eigum ekki síður málara en myndhöggvara, sem treysta má til að leysa af hendi hin vandasömustu verkefni. Sögusýningin í tilefni af lýðveldisstofnun- inni var ófullkomin tilraun að því leyti, að listamenn þeir, er gerðu myndir fyrir hana, fengu alltof nauman tíma til undirbúnings, ekki sízt þar sem þeir komu flestir eða allir að nýjum viðfangsefnum: viðburðum úr Islandssögunni. Þó sýndi þessi tilraun, að nokkrir listamennirnir náðu ágætum tökum á hinu nýja viðfangsefni, sérstaklega Gunnlaugur Ó. Scheving, Jón Engilberts og Þorvaldur Skúlason. Listmálarar hafa öðru hvoru tekið að sér að mála og teikna myndir í bækur, einkum sögulegs efnis, og hafa margir sýnt ágæta hæfileika á því sviði. Snilldarlegar eru t. d. myndir Guðmundar Thorsteinssonar og Ásgríms Jóns- sonar í Þjóðsögum og ævintýrum, sem dr. Einar ÓI. Sveinsson hefur séð urn útgáfu á. Nýlega hafa þrír málarar, Þorvaldur Skúlason, Gunnlaugur Ó. Schev- ing og Snorri Arinbjarnar fengið það verkefni að teikna myndir í eina íslend- ingasöguna, Njálu, og hefur sýning verið höfð á þessum myndum, og er sent mörgum hafi orðið þær opinberun. Það er eins og menn vakni við og undrist, að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.