Tímarit Máls og menningar - 01.05.1945, Blaðsíða 87
ROMAIN ROLLAND
77
Hann heimtaði réttlæti til handa Sacco og Vanzetti og Scottsboro-
piltunum. Hann mótmælti morðum kínverska Kuomitang-flokksins
á kínverskum kommúnistum. Enginn var jafn svarinn andstæðingur
fasismans sem hann. Hann tók málstað Sovétlýðveldanna gegn ó-
hróðri afturhaldsins. Hann vitnaði oft í orð hins frjálslynda bylt-
ingarleiðtoga ársins 1848, Victors Hugos:
„Enginn má telja sér samboðið að lifa sjálfum sér eingöngu.“
Eins og hinn mikli samtímismaður hans og samlandi, Anatole
France, gerði Romain Rolland málstað verkalýðsins að sínum ekki
fyrr en seint á ævinni, þegar aðrir rithöfundar eru gengnir í elli,
eða skriðnir inn í notalegt hýði af óbreytanleik, sem endist þeim
til æviloka. Þá kom æskan aftur á vit Romains Rollands. Þá náði
hann beztum þroska, fyllstu jafnvægi. Björt eins og klukknahljómur
var rödd hans 1. maí 1934, er hann hóf ávarp sitt til menntamanna
um heim allan hvetjandi þá til að taka höndurn saman við verka-
lýðinn gegn hinum sameiginlega óvini, fasismanum.
„Við erum hold af þeirra holdi,“ mælti hann. „Sjálfstæði þeirra,
vald þeirra, er okkar sjálfstæði, okkar vald. Þeir eru trjábolurinn,
afrek í vísindum, listum og bókmenntum eru limar trésins. Ef bol-
urinn er höggvinn, visna greinarnar. Forréttindastétt menntamanna,
sem hafa svikið málstað almennings vegna þeirra fríðinda, sem
arðræningjarnir hafa keypt þá fyrir, er sem afskorin blóm í skraut-
legu keri. Þeir visna fljótt eftir skammvinna blómgun. Heitum á
lífið, að það yfirbugi dauðann, morðingjana, hrjáendur þjóðanna,
menn peningavaldsins, óða af gullgræðgi, herveldi óð af vinninga-
og valdafíkn, einræði auðhringanna og hinna blóði drifnu fasista-
stjórna. Sameinumst. Tökumst í hendur. Mannkynið er í hættu statt! “
Rolland var einn af byggingameisturum alþjóðabaráttunnar gegn
afturhaldinu, einn þeirra, sem reistu stífluna gegn fasismanum. Sú
stífla hefur haldið!
Og Rolland brást ekki heldur.
A meðan stóð á hinu herfilega ofbeldishernámi Frakklands, og
um hin fjögur löngu ár þar á eftir — þessa hræðilegu martröð af
fjöldamorðum og mannaveiðum, ránum og niðurlægingu — var
Rolland ætíð hinn sami. Hann varaðist að sökkva sér niður í þá
örvinglun, sem ýmsum öðrum varð til ófarnaðar. Það var ekki