Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1945, Page 87

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1945, Page 87
ROMAIN ROLLAND 77 Hann heimtaði réttlæti til handa Sacco og Vanzetti og Scottsboro- piltunum. Hann mótmælti morðum kínverska Kuomitang-flokksins á kínverskum kommúnistum. Enginn var jafn svarinn andstæðingur fasismans sem hann. Hann tók málstað Sovétlýðveldanna gegn ó- hróðri afturhaldsins. Hann vitnaði oft í orð hins frjálslynda bylt- ingarleiðtoga ársins 1848, Victors Hugos: „Enginn má telja sér samboðið að lifa sjálfum sér eingöngu.“ Eins og hinn mikli samtímismaður hans og samlandi, Anatole France, gerði Romain Rolland málstað verkalýðsins að sínum ekki fyrr en seint á ævinni, þegar aðrir rithöfundar eru gengnir í elli, eða skriðnir inn í notalegt hýði af óbreytanleik, sem endist þeim til æviloka. Þá kom æskan aftur á vit Romains Rollands. Þá náði hann beztum þroska, fyllstu jafnvægi. Björt eins og klukknahljómur var rödd hans 1. maí 1934, er hann hóf ávarp sitt til menntamanna um heim allan hvetjandi þá til að taka höndurn saman við verka- lýðinn gegn hinum sameiginlega óvini, fasismanum. „Við erum hold af þeirra holdi,“ mælti hann. „Sjálfstæði þeirra, vald þeirra, er okkar sjálfstæði, okkar vald. Þeir eru trjábolurinn, afrek í vísindum, listum og bókmenntum eru limar trésins. Ef bol- urinn er höggvinn, visna greinarnar. Forréttindastétt menntamanna, sem hafa svikið málstað almennings vegna þeirra fríðinda, sem arðræningjarnir hafa keypt þá fyrir, er sem afskorin blóm í skraut- legu keri. Þeir visna fljótt eftir skammvinna blómgun. Heitum á lífið, að það yfirbugi dauðann, morðingjana, hrjáendur þjóðanna, menn peningavaldsins, óða af gullgræðgi, herveldi óð af vinninga- og valdafíkn, einræði auðhringanna og hinna blóði drifnu fasista- stjórna. Sameinumst. Tökumst í hendur. Mannkynið er í hættu statt! “ Rolland var einn af byggingameisturum alþjóðabaráttunnar gegn afturhaldinu, einn þeirra, sem reistu stífluna gegn fasismanum. Sú stífla hefur haldið! Og Rolland brást ekki heldur. A meðan stóð á hinu herfilega ofbeldishernámi Frakklands, og um hin fjögur löngu ár þar á eftir — þessa hræðilegu martröð af fjöldamorðum og mannaveiðum, ránum og niðurlægingu — var Rolland ætíð hinn sami. Hann varaðist að sökkva sér niður í þá örvinglun, sem ýmsum öðrum varð til ófarnaðar. Það var ekki
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.