Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1945, Blaðsíða 124

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1945, Blaðsíða 124
114 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR á undan samtíðinni en eftir, að íslendingar eigi eftir að verða fullt eins sam- stilltir svigamenn og þeir voru, þegar brenndar voru bækur Helgafellsklausturs og hýðingar voru góð skemmtun almennings á þingum? Miklu meira aftur- hvarf hefur þegar átt sér stað með þjóðum, sem fyrir skömmu stóðu á svipuðu menningarstigi sem við þykjumst standa nú. Hver getur um það sagt, nema leiði sé að gera fyrir Þorleif Kortsson endurhorinn, ef hann kann að haga seglum sínum eftir breyttum átrúnaði? Ilalldór Stefánsson er enginn nýgræðingur í sagnagerð, þó að þetta sé fyrsta bóksagan hans. Ilann hefur leikið á ýmsa strengi í smásögum sínum, bæði létta og ramma slagi, og komið þar fram sem fullþroskaður rithöfundur, enda er maðurinn nú á sextugsaldri. En þessi bók er ekki eftir rithöfund, sem hefur afmarkað sér sína borg og ætlar að varast að hreifa sig þaðan. I henni eru umbrot, leysing og gróandi, af því stafa surnir gallar hennar, en mér hefur einmitt þótt mest varið í hana þess vegna. Hún mundi gefa mikil fyrirheit, ef hún væri eftir ungan mann, en gefur ef til vill enn þá meiri, þegar gætt er þess, sem Ilalldór hefur að leggja í veltuna. Svo er til dæmis um stílinn, að hann er sundurleitari og brokkgengari en á smásögum Halldórs, stundum bóklegur á gamla vísu, sögustíll, annálastíll, stundum nýtízkulegur, — eins og höfundurinn væri að stilla og reyna hljóðfæri sitt og hlusta eftir, hvað megi bjóða því. Sums staðar lætur þetta skrýtilega í eyrum og verður misræmt. Eins er um efnismeðferðina og lýsingar sumra aukapersóna, t. d. prestsins og sýslumannsins, að þar er eins og skáldið sé að reyna rétti úr ýmsum kokkabókum og vita, hvernig þeir smakkist innan um sitt eigið sufl. Við því má búast, að sumir skarpheimskustu lesendur veiti þessum tilraunum mesta athygli og helzt þá, er þær takast sízt: finni hann laufblað fölnað eitt, fordæmir hann skóginn. En niðurstaðan um bókina verður samt óhjákvæmilega sú eftir hleypidóma- lausan lestur, að þótt þar sé stundum stiklað á þreminum milli hversdagslegs veruleika og loftkasta, er hún gædd mögnuðu lífi, samanþjöppuð og tilþrifa- mikil, myndir manna og atvika í senn skýrt séðar og ekki allar þar, sem þær eru séðar. Og þó að höfundurinn brölti dálítið út af þeim slóðum, sem hann hefur numið sér, er engin hætta á því, að hann missi fótfestu. Mestu varðar, að hann þekkir þetta pláss og það fólk, sem hann leggur nokkura rækt við að segja frá, út í æsar, veit miklu meira um það en hann hirðir að fjölyrða um, og þegar hann lætur Blávík og Blávíkinga hilla upp í kynjamyndum úr fortíð eða framtíð, eru alltaf tengsl milli þeirra og reyndarinnar. Þetta er ekki frásaga, sem er orðin til af ásetningi að skrifa bók, heldur er hún glíma við örlög, reynsla manns er undirrót ímyndunarinnar, þroski hans bak við allar tilraunir. Þess vegna halda svipir og svipmyndir 'bókarinnar áfram að fylgja lesandanum furðu fast, er hann heldur, að hann hafi gert sögunni full skil með skjótri yfirferð og hefur stungið henni upp í hillu. Sigurður Nordal.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.