Tímarit Máls og menningar - 01.05.1945, Blaðsíða 113
ANDLEG ÞJÓNKUN SVÍA OG SKÁLDSÖGUR ÞEIRRA
103
við Þýzkaland, tala menn eins og Svíþjóð — og þá ein allra ríkja
heimsins! — hefði átt fullkomnu og óskertu athafnafrelsi að fagna
undanfarin ár.
Menn vilja ekki sjá, að þessar skammir eru ávítur í garð sænsku
þjóðarinnar fyrir að hafa ekki lagt út í baráttu, sem var fyrirfram
vonlaus, og hefði verið þjóðfélagslegt sjálfsmorð, einungis framið
vegna hins góða málstaðar — og til þess að öðlast hetjunafn.
Minna mætti á þá staðreynd, að hvorki veittu Bandaríkin né
Ráðstjórnarríkin — en þessi voldugu ríki byggja, sem kunnugt er,
andstætt Svíþjóð, allar aðgerðir sínar á hreinum hugsjónagrund-
velli! — hinni fasistisku ofheldisstefnu virkt viðnám, fyrr en þau
urðu sjálf fyrir árásum og áttu því hendur sínar að verja.
Misgjörð Svía er þá í því fólgin, að þeir, þrátt fyrir ægilega að-
kreppu af hálfu þýzks áróðurs og hervalds, hafa reynt að halda við
þjóðfrelsi sínu. Sænska ríkisstjórnin neyddist til að láta undan
kröfum Þjóðverja um flutninga milli Þýzkalands og Noregs yfir
sænskt land. í áróðri Bandamanna — en ekki síður í blöðum stjórn-
arandstöðunnar í Svíþjóð! — hefur stundum verið gert mikið úr
þessari undanlátssemi. En einstöku sinnum — eins og í enska blað-
inu Yorkshire Post (6.8.43) — hefur líka verið lýst yfir því, að
leyfi þetta til handa Þjóðverjum „hafi verið þess eðlis, að hlutlaust
ríki eigi að minnsta kosti fræðilegan rétt á að veita það hernaðar-
aðilja“. En þó að sleppt sé öllum heilabrotum um það, hvernig eigi
að túlka skyldur hlutlausra ríkja, hefur hin þýzka umferð um sænskt
land — þótt lítilvæg sé fyrir hernaðarreksturinn í heild — orðið
þung raun fyrir sjálfsvirðingu sænsku þjóðarinnar. Þetta hefur sem
sé orðið til að minna hana allhranalega á vanmátt hennar í heimi
ógnar og ofbeldis. Léttir hennar var líka gífurlegur, þegar sívax-
andi hernaðarmáttur hennar gerði henni kleift að stöðva hina þýzku
hermannaflutninga um landið.
Það er ofur skiljanlegt, að hlutlaus riki séu óvinsæl með stríðs-
aðiljum. „Sá sem ekki er með mér, hann er á móti mér“! Ekki hafa
áróðursmenn Bandamanna heldur alltaf reynt að skilja afstöðu
Svía, og þeir hafa stundum farið allógætilega með staðreyndir.
Kúluleguherferðin í fyrra er gott dæmi um óáreiðanlegan og sam-
vizkulausan áróður af hálfu Bandamanna í garð Svíþjóðar. En lítil