Tímarit Máls og menningar - 01.05.1945, Blaðsíða 22
12
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
studdi sjáljan sig niður úr lestinni. Leynilögreglumenn, er jylgdu
honum alltaf á slíkurn ferðalögum, slógu myndavélarnar úr hönd-
um fólks, þegar sást til þess, að það vœri að taka myndir af honum
í þeim stellingum.
Myndir, er birtust, sýndu aldrei greinilega, hvernig hann hefði
lamazt. En hann lét þetta ekkert á sig fá. Hann hafði byrjað glœsi-
legan stjórnmálaferil. Hann hajði verið þingmaður í New York ríki.
Hann hafði verið nœst œðstur í flotamálaráðuneytinu meðan á síð-
asta stríði stóð. Hann hefði getað hvílt sig. Hann hefði getað sagt
sem svo, að liann hefði unnið sitt verk, og að nú skyldu aðrir luaust-
ari menn taka við. En með þrautseigju og viljakrafti háði hann
þessa glœsilegu barátlu, sem bar þann árangur, er allir þekkja. Hann
yfirvann nœrri því algerlega lömun, sem flestir aðrir hejðu talið
fullkominn farartálma og gilda ástœðu til þess að draga sig í hlé.
Hann varð ríkisstjóri í New York, gegndi því starfi vel í fjögur ár,
var jjórum sinnum kosinn forseti Bandaríkjanna — varð einn mesti
leiðtogi heimsins, í fortíð og nútíð:
Frú Roosevelt flutti ojt fyrirlestra víða og lagði mikið að sér á
ferðalögum. Eitt skiptið var hún vestur við Kyrrahafsströnd og þar,
eins og varð venja hjá henni, bauðst hún til þess að svara spurn-
ingum að rœðu sinni lokinni. Roosevelt forseti átti sína pólitísku
andstœðinga, eins og aðrir. Sumir þeirra voru ruddalega óvœgnir,
ef ekki ósiðaðir. Einn af því tagi stendur upp, þegar kemur að
spurningunum hjá forseta-jrúnni, og spyr: ,,Er það satt, frú Roose-
velt, að þessi lasleiki, sem maður þinn varð fyrir þarna á árunum,
liaji haft áhrif á heila hans?“ Hún beið ekki lengi með svarið, —
sagði bara: „Jú, það er satt. Það liejur gert hann viðkvœmari gagn-
vart öllum, sem eiga bágt. IJað hefur skapað það sálarástand hjá
honum, að hann skilur betur þarfir og þrár þeirra, sem þjást og
líða í mannfélaginu.“
Roosevelt verður saknað, þegar að friðarsamningunum kemur.
Smáþjóðirnar áttu sannan vin, þar sem hann var, og þekkja íslend-
ingar það af eigin reynslu. Megi þœr hugsjónir, sem hann helgaði
alla sína starjskrajta, ná fram að ganga, og megi heimur framtíðar-
innar geja okkur öllum tryggingu fyrir því, að þœr fórnir, sem
færðar hafa verið, hafi ekki verið til einskis.