Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1945, Blaðsíða 25

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1945, Blaðsíða 25
MINNISGREINAR UM FORNSÖGUR 15 Hver orsök liggur til þess að Snorri nefnir ekki Kænugarð, Kíev, í Ólafs sögu helga, og Heimskrínglu yfirleitt, en telur ríki Jarisleifs Kænugarðskon- úngs hafa verið í Hólmgarði, Novgorod? Kænugarður var dauð borg á dögum Snorra. Þegar Kúmanar, kolgrimm villiþjóð, lögðu Dnépr-ósa undir sig, sviftu þeir Kænugarð öllu samhandi við Miklagarð. Verslun lagðist þar niður, íbúarnir ýmist dóu út eða flúðu og borgin fór í eyði. Þetta gerðist um miðja tólftu öld. Á dögum Snorra stóð Hólmgarður hinsvegar í miklum hlóma, miðstöð þýzkrar verslunar og siglínga. 2 Þjóðsagnafræðíngar og lærðir menn í bókmentum kunna að rekja uppruna ýmissa norrænna efna, sagna og fyrirmynda til Austur- landa, jafnvel alla leið til Indlands, og eru sum það gömul að þau eru fráleitt til vor komin yfir Vesturevrópu, sem hafði ótrúlega lítið samband við austræn menníngarlönd þángaðtil eftir fyrstu kross- ferð, og í raun réttri einga verslun við þau; mörg þessara austan- komnu efna rekur Schlauch í bók sinni Romance in Iceland. Gould hefur rakið ætt Friðþjófssögu til arabiskra sagna: „arabiskri eyði- merkurskröksögu hefur verið breytt hér í víkíngaskáldsögu." Það er athyglisvert að í stjörnubókarmáli íslenzku fornu eru not- uð arabisk orð og heiti sem sérfróðir menn einsog Beckman telja óþekt í rímfræðibókmentum frá sama tíma annarsstaðar í Evrópu; þó ekki sé annað, vitnar það um sjálfstæða menníngu hjá Islendíngi sem er á ferð austurvið Jórdán á 12. öld: hann er maður til að taka við arabiskri þekkíngu án grísk-latneskrar milligaungu. Aðferðir og skraut ýmiskonar í silfursmíði hjá Noregsmönnum og Islendíngum virðist standa í beinum teingslum við austræn vinnubrögð. Indverskt víravirki er nær hinu íslenska en bæði norskt og ítalskt, i rauninni sama vinna, sama form, hvernig sem á því stendur; sbr. dæmi sem Creutz, mikilsvirtur sérfræðíngur í listsögu góðmálma, greinir af indverskum skartgrip í riti sínu Kunstge- schichte der edlen metalle, en Leifur Kaldal benti mér á. Falk, sér- fræðíngur í fornnorrænum fatnaði og vefnaði, en því miður ekki altaf jafnáreiðanlegur, ber fyrir sig merkar heimildir um að sú teg- und spjaldvefnaðar, sem tíðkast á Norðurlöndum á söguöld, og á íslandi enn í dag, sé komin austurleiðina til vor, algeing í Austur- löndum, en óþekt t. d. í Þýskalandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.