Tímarit Máls og menningar - 01.05.1945, Blaðsíða 26
16
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
í stríðslist standa norrænir menn það hótt í miðaldamyrkrinu,
um það bil sem ísland byggist, að þegar þeir gera umsátina um
París 886 nota þeir vopn og vígvélar sem alþekt voru í býzantínsk-
um stríðum, en eru þá með öllu týnd niður í Vesturevrópu. Sigrar
norrænna manna á Vesturlöndum og í Einglandi á víkíngatímunum
eru þakkaðir því að þeir smíðuðu ekki aðeins íullkomnari skip og
kunnu betur að sigla en aðrir Evrópumenn um þær mundir, heldur
höfðu betri vopn, þarámeðal krossbogann, sem var gleymt vopn
í Vesturevrópu síðan á dögum Rómverja, auk hinnar sérstöku nor-
rænu járnaxar, breiðrar lángskeftu.
Á bókmentaleg áhrif í þreingra skilníngi að austan verður ekki
bent, af þeim góðum og gildum ástæðum að norrænir menn voru
ekki bókargerðarmenn og fluttu ekki með sér bækur frá Býzantium,
enda munu barbarar hafa átt þess lítinn kost að venja komur sínar
í fílabeinsturna hinna lærðu í þvísa landi. En í fornum skáldskap
goðfræðilegum eru greinileg merki kristilegra áhrifa, kristilegar
rnyndir og sagnir, að vísu misskildar, aflagaðar eða umskapaðar
einsog æ verður þegar sögur flytjast milli landa, en heimfærðar
uppá norræna guði, og er þar Baldurssögnin einna augljósast nor-
rænt afbrigði hinnar austrænu Jesúsagnar. Þó sá siður sé velþektur
úr forneskju, að heingja fórnina, mann eða dýr, uppí tré, er erfitt
að komast hjá því að ímynda sér kristin áhrif þegar frá því segir
í Hávamálum, að guðinum sé fórnað sjólfum sér á tré: „Veit ég að
ég hékk vindgameiði á nætur allar níu, geiri undaður og gefinn
Óðni: sjálfur sjálfum mér.“ Bersýnilega hefur þó kristni krossinn
verið Norðurlandamönnum óskiljanlegt og ógeðfelt tákn úr því þeir
flytja hann ekki með sér vestur.
3
Eirmyndin á skjólukilpnum frá Oseberg hlýtur að verða hverjum manni
æsandi forvitnisefni, sem virðir hana fyrir sér, og freista til ályktana í þá átt
að trúarlegra hugmynda, bæði búddiskra og kristilegra muni hafa gætt i
skrautlist Norðurlandamanna snemma á víkíngaöld: þetta er einhverskonar
brahman, mannsmynd í húddhastellíngum, með stórt krossmerki á hrjóstinu,
— mynd af skjólunni má finna í bók Nordals, íslensk menning, bls. 46. Betri
mynd er í II. hindi verksins um Osebergfundinn, sömuleiðis í Sagabook of the
Viking Club 1908.