Tímarit Máls og menningar - 01.05.1945, Blaðsíða 52
42
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
ekki mjög fornmentuðum á suðræna vísu, enda bókin skrifuð áður
en fornmentaöld hefst alment í Evrópu, sennilega eitthvað klerk-
mentuðum, þó varla latínulærðum að ráði ef dæma skal af stílnum.
Hann er hvorki vígamaður né málaferla, til þess er lögfræði hans of
fjarri sanni, og slíkt hið sama lýsíngar hans á vopnaburði, með öllu
óraunsæar, sniðnar eftir útlendri frásagnartísku. A bakvið hann
stendur sterk og þroskuð bókmentahefð og ritlistar meira en hundr-
að og fimtíu ára gömul í landinu, innlend hámentun, sem síðan á
elleftu öld að íslenskir mentamenn sóttu til Frakklands stóð með
undarlegum blóma í þessari litlu sérálfu heims, fyr og síðar áþekkri
smárri hliðskjálf. Næði auðugs manns hefur til krafist að draga
efni saman í svo mikið verk og semja það af slíkri alúð; má vera
höfundur hafi skrifað það eftir að hann var sestur í helgan stein.
Einsog höfundi Grettissögu virðist og þessum kappsmál að draga
saman í eina bók, án þess að horfa í tíma og fyrirhöfn, sem allra-
flest af þeim yrkisefnum skemtisagna sem hann þekti. Þarsem höf-
undur Gretlu liinn síðasti leggur einkum áherslu á þjóðleg fræði,
málshætti, alþýðlegar sagnir, draugasögur og trölla og aðrar þjóð-
sögur, sem hann dregur einsog perlur uppá þráð hinnar ramm-
íslensku útilegumannasögu, hneigist Njáluhöfundur til tignari yrkis-
efna og reyndar með nokkrum hætti algildari, alþjóðlegri; hann
er undir áhrifum af útlendum riddaraskap, sem varla örlar á í bók-
um einsog Gretlu, Eglu og Eyrbyggju; í vali hinna innlendu efna
grípur hann til ýmissa þektra atburða úr lífi alþjóðar, þarámeðal
kristnitökunnar og setníngar fimtardóms, Ijær frásögninni oft sagn-
fræðilegan blæ að hætti slúnginna sögumanna á öllum tímum, prýð-
ir verk sitt með lagaformálum og ættartölum að þeirrar tíðar smekk:
ættartalan var mikilsvirt fræðigrein innlend, en 13. öldin í Evrópu
hefur verið kölluð „öld lögkrókanna“ sakir ástar þeirra manna á
pedantiskum legalisma, og feingu Íslendíngar sinn skerf vel úti-
látinn af þeirri skemtun; loks innlimar Brennunjálssaga frásagnir
alútlendra efna, einsog hinnar rismiklu og dularfullu sögu um or-
ustuna við Klontarf, Brjánsbardaga, sem virðist skrifuð upp eftir
íslenskri þýðíngu á kynjasögu írskri, blandin norrænum fróðleik,
ærið skeikulum, um eitthvert írskt stríð, skreytt með Darraðar-
ljóðum.