Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1945, Blaðsíða 52

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1945, Blaðsíða 52
42 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR ekki mjög fornmentuðum á suðræna vísu, enda bókin skrifuð áður en fornmentaöld hefst alment í Evrópu, sennilega eitthvað klerk- mentuðum, þó varla latínulærðum að ráði ef dæma skal af stílnum. Hann er hvorki vígamaður né málaferla, til þess er lögfræði hans of fjarri sanni, og slíkt hið sama lýsíngar hans á vopnaburði, með öllu óraunsæar, sniðnar eftir útlendri frásagnartísku. A bakvið hann stendur sterk og þroskuð bókmentahefð og ritlistar meira en hundr- að og fimtíu ára gömul í landinu, innlend hámentun, sem síðan á elleftu öld að íslenskir mentamenn sóttu til Frakklands stóð með undarlegum blóma í þessari litlu sérálfu heims, fyr og síðar áþekkri smárri hliðskjálf. Næði auðugs manns hefur til krafist að draga efni saman í svo mikið verk og semja það af slíkri alúð; má vera höfundur hafi skrifað það eftir að hann var sestur í helgan stein. Einsog höfundi Grettissögu virðist og þessum kappsmál að draga saman í eina bók, án þess að horfa í tíma og fyrirhöfn, sem allra- flest af þeim yrkisefnum skemtisagna sem hann þekti. Þarsem höf- undur Gretlu liinn síðasti leggur einkum áherslu á þjóðleg fræði, málshætti, alþýðlegar sagnir, draugasögur og trölla og aðrar þjóð- sögur, sem hann dregur einsog perlur uppá þráð hinnar ramm- íslensku útilegumannasögu, hneigist Njáluhöfundur til tignari yrkis- efna og reyndar með nokkrum hætti algildari, alþjóðlegri; hann er undir áhrifum af útlendum riddaraskap, sem varla örlar á í bók- um einsog Gretlu, Eglu og Eyrbyggju; í vali hinna innlendu efna grípur hann til ýmissa þektra atburða úr lífi alþjóðar, þarámeðal kristnitökunnar og setníngar fimtardóms, Ijær frásögninni oft sagn- fræðilegan blæ að hætti slúnginna sögumanna á öllum tímum, prýð- ir verk sitt með lagaformálum og ættartölum að þeirrar tíðar smekk: ættartalan var mikilsvirt fræðigrein innlend, en 13. öldin í Evrópu hefur verið kölluð „öld lögkrókanna“ sakir ástar þeirra manna á pedantiskum legalisma, og feingu Íslendíngar sinn skerf vel úti- látinn af þeirri skemtun; loks innlimar Brennunjálssaga frásagnir alútlendra efna, einsog hinnar rismiklu og dularfullu sögu um or- ustuna við Klontarf, Brjánsbardaga, sem virðist skrifuð upp eftir íslenskri þýðíngu á kynjasögu írskri, blandin norrænum fróðleik, ærið skeikulum, um eitthvert írskt stríð, skreytt með Darraðar- ljóðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.