Tímarit Máls og menningar - 01.05.1945, Blaðsíða 32
22
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
í tímann, segja af Jörmunrek, austurgotneskum konúngi við Svarta-
haf, dauðum í kríngum árið 375. Sú túnga sem kvæði þessi eru
tilorðin á upphaflega er ekki þekt leingur, og það er ein af hinum
óleystu gátum hvernig því víkur við að tyrknesk-mongólskur villi-
mannakóngur úr Miðausturlöndum, Attila, skuli verða einn af höf-
uðhetjum germanskra • þjóðflokka í skáldskap, og sumar greinir
þessa þjóðflokks skuli slokna út á ysta heimshjara með nafn hans
á vörum, einsog norrænir menn gerðu í Grænlandi, en í Atlamálum
hinum grænlenskum blómgast enn ríki Húna, þó í draugalegum og
dularfullum ömurleik sem hefur svip af ríki frostrósa, sjö — átta
hundruð árum eftir það hvarf raunheimi.
8
Það verður að vísu ekki sagt um hin meiri háttar verk heiðins
fornskáldskapar, þau er vér enn eigum, að þau beri persónuleg ein-
kenni í líkingu við hinn einstaklíngssinnaða skáldskap síðari tíma.
Til dæmis er erfitt að segja urn Hávamál hvort þau eru ort af einu
skáldi eða tveimur, eða jafnvel safn kvæðahrota eftir mörg skáld.
Hetja er aldrei ræmd í kvæði eftir persónulegum skilníngi skáldsins,
heldur ævinlega gerð eftir forskrift og erfitt að greina af lýsíngu
eina hetju frá annarri. Þó eru tilhlaup til greinilegra skapmynda í
kvæði einsog Hamarsheimt, en persónur einsog Þór og Freya eru
skilgreindar þar svipað og skáldið hefði fyrir sér tvær fígúrur í
stílfærðri myndlist, enda mikill siður í forneskju að yrkja um mynd-
ir, og allur frumrænn skáldskapur í órjúfanlegum teingslum við
myndlist; má vel vera að sum hetjukvæði vor og guða séu ort um
tréskurð eða málverk, þar á meðal kvæði það sem ég nú nefndi,
Hamarsheimt.
Einguaðsíður rekst maður iðulega á það fyrirbrigði sem snemma
gerði norrænar bókmentir sérstæðar í Evrópu: vísuorð sem birta
ótvírætt hug ákveðins manns á örlagastund, en slíkar stundir eru
upphaf Ijóðs, og bera boð yfir tíma og fjarlægðir frá manni til
manna; til dæmis þessar línur gripnar af handahófi, sýnilega ortar
af íslenskum landnámsmanni, og eftilvill á níundu öld, lagðar í
munn Onundi nokkrum tréfæti: