Tímarit Máls og menningar - 01.05.1945, Blaðsíða 98
GUÐMUNDUR KJ ARTANSSON:
r
Um upphaf Islands og aldur
Elztu jarðmyndanir hér á landi er að finna á AustfjörSum og
VestfjörSum, en einnig víSa á NorSurlandi, viS BreiSafjörS og
fyrir botni Faxaflóa. I þessum landshlutum og héruSum er lands-
lag meS öSrum svip en víSast á SuSurlandi og um miSbik landsins,
sem eru yngri jarSmyndanir. Þeir Eggert Ólafsson og Bjarni Páls-
son vöktu fyrstir manna athygli á þessum mun í FerSabók sinni,
og skiptu þeir fjöllum landsins eftir honum í tvær deildir, regluleg
fjöll og óregluleg jjöll. Þetta var merkileg uppgötvun. Og svo fór
um hana sem margar aSrar nýjungar: Er einu sinni hafSi veriS
bent á hana, lá hún í augum uppi. Nú getur hver ferSalangur, sem
nokkurt skyn ber á landslag, óSar dæmt um, hvort þau fjöll, sem
fyrir hann ber á leiS hans, skuli heldur teljast til hinna reglulega eSa
óreglulegu. Eggert taldi reglulegu fjöllin eldri, og er sú niSurstaSa
hans nú fullkomlega staSfest, eins og síSar mun getiS. Reglulegu
fjöllin eru einmitt á þeim slóSum, sem ég gat um í upphafi, aS væru
elztu landsldutarnir. Til dæmis um slík fjöll, sem margir hafa fyrir
augum, má nefna Esjuna, SkarSsheiSi og Akrafjall, ennfremur fjöll-
in báSum megin SkutulsfjarSar, SiglufjarSar, EyjafjarSar og SeyS-
isfjarSar..Þessi fjöll eru misjöfn aS hæS, víSáttu og lögun, en hlíSar
þeirra allra bera þó sama svip.
Alengdar eru þær þverrákóttar aS sjá og minna á hlaSinn vegg,
þar sem grjót er í öSru laginu, en torf í hinu. En lögin eru misþykk,
og sums staSar vantar í „torflögin“ og verSur þá aSeins lítil skora
eSa sylla á mótum „grjótlaganna“. I mörgum fjöllum má telja úr
fjarska nokkra tugi þessara laga. Þar sem múla reglulegu fjallanna
ber viS himin, kemur glögglega í ljós, aS hlíSarnar eru stöllóttar, og
eru stallarnir jafnmargir „grjótlögunum“ og standast á viS þau.
Þetta kemur t. d. einkar fallega fram í StigahlíS viS mynni ísa-
fjarSardjúps. Líklegt þykir mér, aS hlíSin dragi nafn af lögun sinni.