Tímarit Máls og menningar - 01.05.1945, Blaðsíða 68
58
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
Þér, Tumsins menn, ég tel mig yðar liðs,
, . þótt Turnsins lög ég einnig geti brotið.
Einn daginn mun ég hittast utanhliðs
með hjartað sundurskotið.
Skáldið ræðir hér um þá, sem snúa sér með hryllingu burt frá
hinum órólega og þjáningarfulla heimi og loka sig í staðinn inni
„til hafningar og skyggni“. Augsýnilega á Gullberg hér fyrst og
fremst við sjálfan sig og skáldbræður sína. Hann er turnbúi eins og
þeir: „Þér, Turnsins menn, ég tel mig yðar liðs“. Og hann er viss
um, að hinir draumlyndu menn, sem „bera grómlaust þel og þurra
brá“, vernda andleg verðmæti vor: „Hve færi um oss, ef enginn
héldi vörð / í innstu helgidómum?“
í raun og veru er það aðstaða hins sanna skálds, sem Gullberg
lýsir hér. Skáldið — séð sem skáld ■—• er ekki maður athafnarinnar,
heldur áhorfandi og hugsuður. Mikilvægasta hlutverk hans getur
ekki verið að taka þátt í almennum deilumálum. Hann má ekki vera
háður hverjum óstöðugum vindi. Einbeiting og ró hugarins er nauð-
synlegt starfi hans. Sérhvert skáld er að meira eða minna leyti einn
af mönnum Turnsins. Og ástæðan til þess, að skáldið er það, er
ekki letileg fyrirlitning á hinu mannlega og þjóðfélagslega. Hann
er það ekki heldur af því, að það er auðveldast að „ekki virðast
sjá / hið illa í þessum heimi“. Hann er það af því, að það er hon-
um nauðsynlegt. Þessi sannleikur er skáldi sem Gullberg augljós.
En hvað felst þá í niðurlagsorðum kvæðisins:
Þér, Tumsins menn, ég tel mig yðar liðs,
]>ótt Turnsins lög ég cinnig geti brotið.
Einn daginn mun ég hittast utanhliðs
með hjartað sundurskotið.
Einangrunin í turninum er ekki einungis forréttindi, heldur einnig
fórn: skáldið fórnar hversdagslífinu fyrir listina. Sá, sem vill end-
urspegla lífið, verður í vissum skilningi að standa utan við það.
Þessi fórn er að nokkru leyti nauðsynleg hverju skáldi. En hún
getur orðið óþolandi byrði. Löngun skáldsins til þess að fleygja sér
út í straumiðu lífsins verður honum yfirsterkari, og hann segir skilið
við Turnbúana: „Þér Turnsins menn, ég tel mig yðar liðs, / þótt