Tímarit Máls og menningar - 01.05.1945, Blaðsíða 56
46
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
nokkur hefðbundin bardagaævintýri, en þegar hann kemur aftur er
Mörður Valgarðsson sprottinn fram. Samkvæmt sagnfræðilegu
tímatali getur Mörður þessi varla verið af barnsaldri þegar hann
er giftur systur ísleifs biskups Gissurarsonar, sem er fæddur 1006.
Hann er laungu orðinn höfðíngi, undirróðursmaður, ráðunautur
manna og málfylgjumaður þegar Gunnar á Hlíðarenda fellur, sem
getur ekki eftir sagnfræðilegum útreikníngi verið seinna en 990.
Aldursmunur þeirra systkina, ísleifs biskups og konu Marðar Val-
garðssonar, hlýtur að vera nær fimtíu árum. Það er því síst furða
þó sérstök tegund fræðimanna hafi viljað leiðrétta Njálu hér sem
víðar, og reynt að sanna að höfundur muni hafa ruglað saman
Merði og föður hans Valgarði — þó leiðréttíngin beri reyndar þá
hættu í sér að hundrað ára aldursmunur gæti orðið á börnum Giss-
urar hvíta.
Sömuleiðis fær Höskuldur Hvítanessgoði helsti nauman tíma til
að vaxa upp, en stekkur fram alskapaður, eins og Mörður, meðan
sagan bregður sér frá. Hann getur ekki með sköpuðum ráðum ver-
ið meira en fermdur þegar Njáll leitar honum kvonfángs og fær
honum goðorð, en til þess að teygja tímann eru innsettir einir níu
aðskotakaflar, Lýtíngsþáttur og kristniþáttur samslúngnir, uns á-
heyrandinn er búinn að gleyma hvað tímanum líður. Síðan heldur
söguefnið áfram, Valgarður tekur að rægja Njálssonu við Mörð
og undirbúa víg Höskuldar.
Nútímaskáldi myndi takast flest sýnu ver en höfundi Njálssögu,
en á þessa refilstigu mundi hann ekki rata, sá auli er varla fæddur
á tuttugustu öld að honum sé ekki tímaskyn í blóð borið, en þetta
skyn var hjá miðaldamönnum furðu sljótt. Á þrettándu öld studd-
ust menn enn ekki alment við ártalsnotkun í daglegu lífi, en ef þeir
vildu vanda sig miðuðu þeir tímann við ár liðin frá viðburðum sem
þeim þóttu merkir. Fyrir bragðið eru tímaskekkjur af öllu tagi föst
regla í miðaldabókmentum. Njáluhöfundur leynir tímavillum sín-
um sjálfrátt eða ósjálfrátt með listbrögðum, svo maður tekur ekki
eftir þeim nema við nokkuð nákvæman lestur eða samanburð við
sagnfræðilega vitneskju.