Tímarit Máls og menningar - 01.05.1945, Blaðsíða 95
HEIMSRÁÐSTEFNA VERKALÝÐSFÉLAGANNA
85
b) Að koma fram fyrir hönd ráðstefnunnar, eftir því sem með
þarf, gagnvart ríkisstjórnum eða alþjóðlegum ráðstefnum.
c) Að vinna að því, að verkalýðssamtökin eigi fulltrúa á væntan-
legri friðarráðstefnu og öllum þeim undirbúningsfundum, er
haldnir kunna að verða.
d) Að sjá um framkvæmd þeirra ákvarðana, er samþykktar
verða af þeim landssamtökum, er hér eiga fulltrúa.
e) Að semja uppkast að lögum fyrir væntanlegt alþjóðasamband.
f) Að dreifa því til viðkomandi samtaka og taka við breyting-
artillögum, ef fram koma.
g) Að undirbúa stofnþing eigi síðar en í árslok 1945 og annast
framkvæmdir í sambandi við þann undirbúning.
h) Að setja undirnefndir, eftir því sem hún telur þörf á, og fela
þeim þau völd, er hún telur nauðsynlegt.
i) Að kalla saman skyndiráðstefnu, ef hún telur Jrað nauðsynlegt.
j) Að bjóða þeim samtökum, er hún telur rétt, þátttöku í slíkri
ráðstefnu.
k) Að kjósa sér stjórn, skipaða mönnum, er samþykktir eru af
viðkomandi samtökum, enda greiði þau laun þeirra. — Skrif-
stofa nefndarinnar verði í París í húsakynnum franska verka-
lýðssambandsins, er einnig leggur til skrifstofufólk, án endur-
gjalds. Allur kostnaður við störf nefndarinnar verði greidd-
ur með frjálsum framlögum.
Að lokinni kosningu nefndarinnar var þessari ráðstefnu slitið.
Nefndin tók þá til starfa og sat í 4 daga. Á fundum hennar var
nánar rætt um skipulag og starfsemi hins nýja alþjóðasambands.
Nefndin kaus úr sínum hópi 13 manna stjórnarnefnd, sem ætlazt
er til, að mæti á San-Franciscó-ráðstefnunni og túlki þar skoðanir
verkalýðssamtakanna, eins og þær komu fram á heimsráðstefnunni.
Næsti fundur allrar nefndarinnar er svo ákveðinn í París, í byrjun
sept. í haust. Þar á að ganga endanlega frá undirbúningnum að
stofnun alþjóðasambandsins, og er gert ráð fyrir, að stofnþingið
hefjist þegar að loknum fundi nefndarinnar.
Þegar T. U. C. boðaði til þessarar heimsráðstefnu verkalýðs-
félaga, var það tilætlunin, að störf hennar yrðu aðeins til „rann-
sóknar og ráðgefandi“, eins og það er orðað í boðsbréfinu. En