Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1945, Blaðsíða 137

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1945, Blaðsíða 137
RÖDD FRÁ NORÐURLÖNDUM 127 þýða minna úr dönsku og norsku — bókmenntir þessara bróðurlanda er öllum skylt að geta lesið á frummálinu — en þýða í stað þess bækur beztu íslenzku nútímahöfundanna. Það mun borga sig og það er nauðsynlegt, að hér verði bafizt handa sem fyrst, því ýmsir íslenzkir höfundar verða nú að skrifa á norsku eða dönsku til að vera lesnir í Skandínavíu. Að síðustu vil ég láta í 1 jós þá skoðun, að sjálfsagt sé að efna til sænsks styrks til vísindarannsókna fyrir a. m. k. einn fslending árlega og auka að miklum mun sænskar náms- styrkveitingar til íslenzkra stúdenta." S. Þ. MÁL 0G MENNING Eg heyri, að mörgum féiagsmönnum sárnar, hve útgáfan dregst á Arfi Islend- inga og Mannkynssögunni. En segja verður hverja sögu eins og hún gengur: handritin að framhaldi þessara verka eru ókomin til útgáfunnar. Óþolinmæði félagsmanna er skiljanleg, en ekki tjáir að deila við drottinn, og ekki heldur við þá, sem hafa andleg verk í smíðum og vilja gera þau vel úr garði. Félags- menn mega ekki heldur gleyma stríðinu, hvernig það hélt fyrir okkur Sigurði Þórarinssyni í Svíþjóð, en hann átti að rita meginið af tveim bindum Arfsins. Nú er Sigurður loksins kominn heim, og tekinn alvarlega til starfa. Og félags- menn mega treysta því, að bæði Arfurinn og Mannkynssagan koma, og þegar lengra líður frá, mun aldrei verða um það spurt, hve langan tíma tók að semja verkin, heldur hinu, hversu góð þau eru og vandlega unnin. Félagsmönnum sumum finnst, að Mál og menning ætti að gefa meira út og hafa árgjaldið hærra, og koma fram óskir um að hækka það upp í 50 eða jafn- vel 100 krónur. Stjórn og félagsráð Máls og menningar hafa ekki viljað verða við þessum óskum og ekki talið rétt að víkja af þeim grundvelli, sem félagið er reist á: að sjá um útgáfu handa almenningi og miða verð bókanna við það, að hinir fátækustu hefðu ráð á að kaupa þær. Við höfum því haldið okkur fast að því að hækka árgjaldið aðeins í samræmi við vísitölu, eða nú upp í 30 kr. Við verðum því að liggja enn undir því ámæli þetta árið að vera of vægir í skattheimtu við félagsmenn, og mun það sjaldgæf ásökun á stjórnir. En við höfum okkur nokkuð til afsökunar í ár. Félagsmenn muna, að í fyrra ákváðum við útgáfu á vísindaritinu Undrum veraldar. Það er geysistór bók, 900—1000 blaðsíður í Skírnisbroti. Ilún er nú í prentun og kemur út í haust. Þessa bók hefur Mál og menning hugsaS sér aS selja félagsmönnum á aSeins 50 kr. (hefta), en hún gerir það í þvi trausti, að flestir eða allir félagsmenn kaupi hana, því að verðið er svo lágt á bókinni, að hún gæti ekki orðið öllu ódýrari sem félagsbók. Við höfum heldur viljað velja þessa leið frjálsra áskrifta en beina hækkun árgjaldsins, en hins vegar teljum við, að Undur veraldar sé bók, sem allir félagsmenn ættu að eignast, og skorum við á þá að líta svo á sem Undur veraldar sé félagsbók og árgjaldið þá 80 kr. í stað 30 króna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.