Tímarit Máls og menningar - 01.05.1945, Blaðsíða 62
52
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
mennura lesanda hættir við að finnast Njálssynir heimskir að gína
við slíkri flugu, enda er hann svo óraunhlít höfuðorsök aðalatburða,
að höfundi finst öruggara að minna á, að persónurnar séu ekki
frjálsar gerða sinna, heldur eru örlögin sjálf að verki, þeirra sverð
vofir yfir Skarphéðni.
Höskuldur og Hildigunnur fara til Svínafells og sitja heimboð að
Flosa. Þá gefur Svínafellsbóndinn mági sínum skartflík mikla,
skarlatsskikkju hlaðbúna í skaut niður. Reyndar var skarlat flæmsk
vefnaðarvara, sem ekki er farið að vinna í upphafi elleftu aldar.
Hlaðbúin skikkja er með gullsaumaða borða á jöðrunum. Þegar
sérfræðíngur klæðasögu, Falk, flaskar á því að telja skarlatsflíkur
þektar á íslandi 1002, þá er það af því hann heldur að Gunn-
laugs saga ormstungu sé sagnfræðilegt rit. Goðinn Höskuldur
geingur út sem annar einyrki að sá snemma morguns heima í Vörsa-
bæ, klæddur gullbúinni skarlatsskikkju. Þetta jafngildir því að í
nútímaskáldsögu væri sagt að alþíngismaður nokkur hefði geing-
ið út til garðverka snemma morguns klæddur í kjól og hvítt. Af
slíkri frásögn mundi lesandinn meðal annars draga þá ályktun
að höfundur vissi ógerla til hverra hluta slíkur klæðnaður væri nyt-
samlegur. Eins kemur manni í hug, þegar lesið er um búníng Hösk-
uldar við akurverkin, að Njáluhöfundur hafi ekki þekt slíkan
klæðnað nema af sögusögn, enda lítil líkindi til að gullbúnar skar-
latsflíkur hafi verið til á Islandi fyr eða síðar. Höskuldur er veg-
inn í skikkju sinni á akrinum um morguninn. Hildigunnur geymir
skikkjuna, og þegar Flosi kemur viku eða tíu dögum síðar að
Vörsabæ dregur hún hana framúr kistu og steypir henni yfir frænda
sinn um leið og hún særir hann til hefnda; „hafði hún þar varð-
veitt í blóðið alt“, segir sagan; og „dundi þá blóðið um liann
allan“. Þetta er ægilegt áhrifsbragð, eftilvill eitt hið sterkasta í ís-
lenskum hókmentum samanlögðum, en nútímahöfundi mundi ekki
leyfast að nota það af því okkar skáldskapur er beygður undir
raunvísina: menn gánga ekki út til erfiðisvinnu í skarlatsklæðum,
blóð er of fljótt að þorna til að geta „dunið“ mörgum dögum eftir
að það drap í gegnum dúk.
Boðorð raunvísinnar gildir ekki í fornsögunni, og þessvegna eru