Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1945, Blaðsíða 28

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1945, Blaðsíða 28
18 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR staða var hlutskipti Vesturevrópu: sigldu skipum sínum til Vestur- heims. Norrænn maður hefur þannig sigrast á meiri fjarlægðum og kynst við fleiri þjóðmenníngar en aðrir menn. Þekkíng andstæðra skauta er orðin aðalsmerki þess hluta kynstofnsins sem hæst ber og síðar varð ímynd hans í sögunni. 5 Á þeim tíma sem vegur norrænna manna verður hvað mestur, víkíngaöld, háttaði svo til á Vesturlöndum að list orðsins í formi skáldskapar mátti heita óþekt. Þjóðirnar sem á þessum tíma bygðu Vesturevrópu við svo þraungan kost að húngursneyð var altaðþví normalt ástand, mannát jafntítt og með nokkrum þektum villi- mannakynstofnum annarsstaðar á jörðinni fyr og síðar, þessar þjóð- ir áttu eingar bókmentir, og það er í raun og veru villa þegar því er haldið frarn að þær hafi átt ritmál og fyrir þær sakir staðið um menníngu framar Norðurlandabúum. Gregor mikli, 6. öld, sem öðr- um framar mótaði miðaldirnar og setti þeim lífsreglur, hataðist við bókmentir og reyndi að gera sem minst úr hinum „klassiska anda“. Hann lýsti yfir fullum fjandskap sínum við skáldskap. Pirenne hefar sannað, sem fyr getur, að frá því á 8. öld hefur Evrópa ekkert samband handan yfir sjó, utan Feneyar lítilsháttar og þó aðeins sem fylgitúngl og annexía Miklagarðs, og þetta hefur þær afleiðíngar að öll verslun í Evrópu legst niður, en hagkerfi álf- unnar verður í aðalatriðum frumrænn landaurabúskapur, og fyrir bragðið hverfur öll hagræn dagleg þörf fyrir skrift. I þessu kyrstæða sveitaríki verður alt í útideyfu um mentir, og svo er hinum ómönn- uðu eða afmönnuðu kynflokkum álfunnar gerhorfið skynbragð á sögu sjálfra sín, að þeir hafa ekki einusinni rænu á að skilja eftir sig skráða skýrslu af þeim stórviðburði tímanna, sem ákvarðaði örlög Evrópu um.alla framtíð, en það var orustan við Poitiers um miðja 8. öld, þegar framrás múhameðs var stöðvuð af Karli Martel. Hitt er að vísu satt, skriftin var altaf þekt af þraungri stétt manna á Vesturlöndum, klerkunum, þeir kunnu grammaticam í formi úr- kynjaðrar latínu, ritmál kirkjunnar, sem ekki var leingur mál neinna Iifandi þjóðflokka og því óhæft til að tjá mannlíf aldarinnar; og þegar sú tíð rann mörgum öldum seinna að þjóðirnar tóku að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.